Atvinnuleysistryggingar

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 16:24:30 (8388)

     Sigbjörn Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég tel alvarlegt glapræði að gera um það tillögu að fella 11. gr. frv. út þar sem í núgildandi lögum um almannatryggingar eru ákvæði þess efnis að enginn geti samtímis notið nema einnar tegundar greiddra bóta samkvæmt lögum þessum eða lögum um atvinnuleysistryggingar. Því er nauðsynlegt að fara þá leið sem meiri hlutinn leggur til til þess að tryggja hag öryrkja og ellilífeyrisþega og gera þær breytingar sem lagðar eru til af meiri hlutanum. Ég segi nei.