Evrópskt efnahagssvæði

5. fundur
Fimmtudaginn 20. ágúst 1992, kl. 12:36:10 (23)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Komið hefur fram ósk frá 1. þm. Norðurl. v. fyrir hönd stjórnarandstöðunnar um að gert verði hlé á þessum fundi í þrjá stundarfjórðunga. Jafnframt er óskað eftir því að fundur verði með nýkjörinni forsætisnefnd. Forseti getur að sjálfsögðu ekki annað en orðið við þessari ósk. Verður því gert hlé á þessum fundi í þrjú korter. --- [Fundarhlé].
    Fundi er fram haldið í Alþingi. Áður en umræðan hefst vill forseti geta þess að viðræður hafa farið fram milli fulltrúa þingflokka og forseta og forsætisnefndar um það hvernig þessari umræðu verður háttað. Fyrirkomulag umræðnanna verður þannig að umræðan hefst nú og mun væntanlega halda áfram í næstu viku. Jafnframt mun frv. til stjórnarskipunarlaga frá stjórnarandstöðunni, sem lagt verður fram innan skamms, tekið til umræðu í næstu viku og áður en 1. umr. um EES-frumvarpið lýkur.