Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 11:50:18 (92)


     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þessi ræða kemur mér ekki á óvart. Ég var nokkurn veginn alveg viss um að það hefðu verið mistök hjá forsrh. í hans ræðu að leggja mig að jöfnu við Bjarna Benediktsson og hann ætti í raun og veru að vera mér þakklátur fyrir það að gefa honum tækifæri til þess að gera það alveg skýrt að svo væri ekki og geri ég í sjálfu sér enga athugasemd við það.
    En hitt þótti mér auðvitað merkilegt að þegar forsrh. bað hér um orðið til andsvara, þá skyldi hann ekki treysta er til að segja eitt einasta orð um það sem var þó meginefni mitt í ræðu minni um málflutning hæstv. forsrh., þ.e. þær falsanir sem hann flutti hér þegar hann las upp úr fundargerð ríkisstjórnarinnar. Það var auðvitað athyglisvert að í andsvarinu var ekki orð um það.