Evrópskt efnahagssvæði

11. fundur
Þriðjudaginn 01. september 1992, kl. 20:29:55 (204)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki síst hugsað mér að ræða við hæstv. sjútvrh. og langar til að fá að vita hvort hann muni verða hér í kvöld. ( Forseti: Hæstv. sjútvrh. er á fundi austur á Selfossi en ef óskað er eftir hans viðveru hér mun hann koma á fundinn.) Ég geri ráð fyrir að það sé kannski ekki þægilegt fyrir hann að koma frá Selfossi núna og ég er komin í pontu og á kannski ekki heimtingu á því að hann komi ef ég hef ekki beðið um það fyrir fram. Ég vona hins vegar að einhver geti borið honum þessi tíðindi og geri ráð fyrir því að hæstv. forsrh. eða utanrrh. verði í salnum við umræðuna. Ég þykist mega treysta því eins og verið hefur við þessa umræðu. ( Forseti: Forseti tekur undir það með hv. þm. að hún treystir því líka að þessir hæstv. ráðherrar verði hér á fundinum.) Eru þeir í húsi? ( Forseti: Þeir eru ekki komnir í húsið en forseti mun kanna hvort ekki sé rétt liðið að því að þeir láti sjá sig í þinginu.) Það mundi duga mér að þeir kæmu en ég kæri mig ekki um að hefja mál mitt fyrr en þeir eru komnir ef það er í lagi að hafa það þannig. ( Forseti: Forseti missti af því hvað hv. þm. sagði.) Ég er að biðja um að ég þurfi ekki að byrja fyrr en þeir eru komnir. ( Forseti: Þá verður forseti að biðja hv. þm. um að fresta sinni ræðu. Fundinum verður þá frestað um nokkrar mínútur.) --- [Fundarhlé.]