Kjaradómur

15. fundur
Þriðjudaginn 08. september 1992, kl. 14:21:38 (354)

     Stefán Guðmundsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég bar hér fram fyrirspurn í upphafi fundar sem engin svör fengust við. Þó voru það spurningar um grundvallaratriði hvað þetta mál varðar. Ég vil spyrjast fyrir um það, virðulegi forseti, hvort ekki er hægt að verða við þeirri ósk minni að fá þessum spurningum svarað. Ef svo er að þeir ráðherrar, sem hér sitja nú, treysta sér ekki til þess að svara þeim, vildi ég mælast til þess, virðulegi forseti, að gert yrði stutt hlé á fundi þannig að menn gætu borið saman bækur sínar og við gætum fengið skýlaus svör við þeim spurningum sem ég bar hér fram.