Stjórnarskipunarlög

16. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 03:37:52 (508)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Það var rifjað upp í umræðunum fyrr í kvöld að þegar EFTA-samningsferillinn hófst setti hæstv. fyrrv. forsrh. fram fyrirvara af Íslands hálfu á fundi í Ósló. Einn meginfyrirvarinn var sá að ekki kæmi til greina af hálfu þáv. ríkisstjórnar að fallast á neitt framsal valds til yfirþjóðlegra stofnana. Það var yfirlýst stefna þeirrar ríkisstjórnar og ég hef haldið því fram og flutt fyrir því veigamikil rök sem hafa ekki verið hrakin að þeirri stefnu hafi verið fylgt. Niðurstaðan er þess vegna sú að það var ekki gert.
    Í umræðu af hálfu stjórnarandstæðinga, bæði fulltrúa Framsfl. og Alþb., hefur hinu þveröfuga verið haldið fram að þetta hafi verið gert og það hafi verið hin mesta óhæfa. Nú kemur hv. þm., formaður

Alþb., og segir: Við fluttum tillögur um það fyrir 10 árum að þetta væri hið mesta nauðsynjamál. Hvar er samhengið í þessum málflutningi, virðulegi forseti?