Stjórnarskipunarlög

16. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 03:39:26 (509)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að benda á að klukkan tvö í nótt fannst hæstv. utanrrh. sér misboðið með að þurfa að svara spurningum svo seint að nóttu. Ég skildi það þannig að svarið hlyti að bera þess nokkur merki og þar sem allur málflutningur hæstv. utanrrh. núna síðustu mínúturnar ber þess mjög merki að klukkan er að vera fjögur vil ég fara þess á leit við virðulegan forseta að hann reyni að fá botn í umræðuna þannig að við getum öll gengið til náða og endurnýjað okkur fyrir næstu orrahríð.