Uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla

19. fundur
Föstudaginn 11. september 1992, kl. 17:28:39 (676)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil fá að taka undir með hæstv. forseta að þar sem við eigum afskaplega lítið eftir af tíma í dag tel ég það ekki mikla töf á störfum þingsins að færa alla þessa umræðu til sama dags þannig að hún verði heilleg og styð það eindregið að fara ekki að hefja umræðu nú fyrst svona lítið er eftir af deginum. Ég er vissulega búin að bíða eftir því að þessi umræða hefjist en það hafa ekki allir haft aðstöðu til þess og ég held að það hljóti að vera í þágu góðra vinnubragða í þinginu að fara ekki út í þessa umræðu núna. Það skiptir alls ekki sköpum í umræðum um þessi mál hins vegar held ég að það hljóti að verða heillegri og betri umræða í einu lagi frekar en slíta hana í sundur með því að byrja á því að mæla fyrir einhverju.