Uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla

19. fundur
Föstudaginn 11. september 1992, kl. 17:29:38 (677)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (um þingsköp) :
    Frú forseti. Það er að vísu svo að það er á ábyrgð hvers og eins þingmanns að sækja þingfundi og jafnan ekki hægt að fresta málum þó að einstaka þingmenn vanti jafnvel þó að vitað sé um áhuga þeirra á slíkri umræðu. En satt er og rétt sem hér hefur komið fram að það er skammur tími til klukkan sex en þá mun hafa verið áformað að ljúka þinghaldi í dag. Býsna margir hv. þm. sem hafa látið sig sjávarútvegsmál skipta eru fjarverandi í dag og í trausti þess að greitt verði fyrir framgangi þessara mála þannig að þau komist til nefndar strax eftir helgi get ég fyrir mitt leyti fallist á að umræðunni verði frestað hér í dag. ( Forseti: Forseti þakkar hæstv. sjútvrh. fyrir sanngirni hans.)