Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 17:32:19 (752)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég ætla ekki að blanda mér inn í þær deilur hv. þm. Alþb. og Framsfl. eins og þeim var lýst hér af hv. ræðumanni en vil aðeins að upplýsa það að á grundvelli gildandi laga tók stjórn Fiskveiðasjóðs ákvörðun um það í dag að bjóða kvótahöfum forgangsrétt að þessum kvóta svo sem henni er skylt að gera í upphafi fiskveiðiárs. Þeim sem með formlegum hætti hefur verið ákveðið að bjóða þennan kvóta eiga vitaskuld rétt á, kjósi þeir svo, að kaupa þessa kvóta og því sýnist mér að þessi frumvörp fái engu breytt um þá stöðu sem er komin upp á þessu fiskveiðiári.