Lagaákvæði er varða samgöngumál

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 14:21:45 (823)


     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv forseti. Ef hv. þm. hefði hlustað á ræðu mína áðan eða hefði lesið það frv. sem liggur hér fyrir hefði hann ekki séð ástæðu til að veita andsvar. Hér stendur skýrum stöfum, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði leiguaksturs með vörur og farþega að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiða af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu`` o.s.frv.

    Þarna er nákvæmlega skilgreint hversu rúm heimildin er eins og ég hef fært skýr rök fyrir. Og eins og ég sagði áðan þá munu allar reglugerðir og allt hér að lútandi liggja fyrir í nefnd en ég hygg ef ég læsi upp allan þann lista frá orði til orðs, ég tala nú ekki kaflann um járnbrautir, þá mundi ýmsa fara að syfja hér í salnum.