Umræða um lagaákvæði er varða samgöngumál

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 15:49:03 (837)

     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Herra forseti. Það má deila um hvort ræða hv. síðasta ræðumanns fjallaði um gæslu þingskapa en nauðsynlegt er að leiðrétta þær rangfærslur sem þar komu fram. Það er rétt að í stjórnarskrá stendur að engin bönd megi leggur á atvinnufrelsi manna nema með lagaboði. Á hinn bóginn er það jafnrétt að það er ekkert í þeim gerðum sem um er fjallað í frv. eða leiða af samþykkt frv. sem leggur bönd á atvinnufrelsi manna nema hv. þm. kalli það að leggja bönd á atvinnufrelsi manna að veita öðrum frelsi, rýmka út frelsismörkin.