Umræða um lagaákvæði er varða samgöngumál

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 15:49:51 (838)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það er nauðsynlegt að svara hæstv. ráðherra fyrst hann fór út í efnislega umræðu undir liðnum þingsköp. Það er jafnljóst að í frv. sem ráðherrann hefur hér lagt fram er framsalið, framsal valdsins til ráðherrans, svo víðtækt að engu tali tekur og það er í hendi ráðherrans hversu langt hann teygir sig með reglugerðarsetningu. Í mínum huga er enginn vafi á því að þessi heimild er svo rúm að hún muni fela í sér að ráðherra getur með reglugerðarheimildinni sett hömlur á atvinnufrelsi manna.