Stjórnarskipunarlög

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 11:42:54 (870)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég veit ekki á hvaða fundi hæstv. forsrh. er staddur. Ég minntist ekki einu orði á eiðstaf þingmanna í pontunni áðan. Ég tiltók bara að það væri söguleg yfirlýsing hjá forsrh. að lýsa því í rauninni yfir að þingmenn gætu vitandi vits staðfest samning sem ljóst væri að orkaði tvímælis að stæðist stjórnarskrána. Og svo mundi Hæstiréttur segja seinna meir: Þið breytið bara stjórnarskránni af því að þetta tiltekna ákvæði, sem er brot á stjórnarskránni, er þá ekki í gildi. Það var bara þetta sem ég talaði um. Ég talaði ekki um neinn eiðstaf eða neitt slíkt. Forsrh. er að drepa málinu á dreif með því að leggja mér það í munn hér.