Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 13:29:30 (889)

     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 10. þm. Reykv. heimfærði ummæli mín í ræðu minni áðan upp á kröfu fjölmennra launþegasamtaka sem hafa krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. Þegar ég ræddi um kröfur um þjóðaratkvæði sem væru settar fram til að skapa tortryggni þá var það ekki gert í umfjöllun um þjóðaratkvæði um EES, því síður um kröfu BSRB um þjóðaratkvæði um EES heldur var það í umfjöllun um kröfu þriðjungs alþingismanna um þjóðaratkvæði um lagafrv. og þáltill., þjóðaratkvæði sem væri ráðgefandi og færði minni hluta Alþingis verulegt vald en fólkinu ekkert raunverulegt vald. Ég vil því biðja þingmanninn að vitna réttilega í ummæli mín og færa þau ekki úr stað.