Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 10:46:54 (1018)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Í 24. gr. þingskapa kemur fram hvaða mál það eru sem fara til utanrmn. Þar segir svo, með leyfi forseta:
    ,,Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum.`` ,,Meiri háttar utanríkismál.`` Engu öðru á að vísa til þessarar nefndar. Það er ekki neitt rými þar fram yfir í textanum. Aftur á móti þegar lesinn er textinn um allshn. kemur allt annað fram. Með leyfi forseta, í 23. gr.:
    ,,Til allsherjarnefndar skal vísa dómsmálum, kirkjumálum og byggðamálum og öðrum þeim málum sem þingið ákveður.``
    Þarna er það alveg skýrt ákveðið að þingið getur ákveðið að vísa hvaða máli sem því sýnist og ekki eru fyrirmæli skýr um að vísa öðru til allshn. en það er ekki það rými í þingsköpum að hægt sé að taka ákvörðun um að vísa til utanrmn. öðrum málum en þeim sem eru meiri háttar utanríkismál eins og hér stendur.