Jarðhitaréttindi

28. fundur
Fimmtudaginn 08. október 1992, kl. 14:40:35 (1196)

     Flm. (Hjörleifur Guttormsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vek athygli hæstv. forseta á því hvernig hann miðlaði hér orði áðan. Ég óskaði eftir andsvari við ræðu hæstv. iðnrh. Sá réttur var af mér tekinn með því að sá sem hafði beðið um orðið í málinu var veitt orðið. Ég skil ekki alveg eftir hvaða leikreglum er farið í þingsal. Hins vegar á ég enn rétt til að taka til máls sem frummælandi í málinu samkvæmt þingsköpum ef ég man rétt. Ég get nýtt mér þann rétt og komið því litla sem ég vildi sagt hafa á framfæri með þeim hætti.