Verðlagning á raforku

39. fundur
Mánudaginn 26. október 1992, kl. 15:04:20 (1517)

     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Til upplýsingar vil ég vitna í fjárlagafrv. á bls. 360, en þar stendur: ,,Þá hefur verið gert ráð fyrir kostnaðarauka vegna niðurfellingar á endurgreiðslum virðisaukaskatts sem metinn er á 200 millj. kr., auk greiðslu uppbóta á lífeyri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að fjárhæð 5 millj. kr. Fyrirtækinu er ætlað að greiða 30 millj. kr. arð í ríkissjóð á næsta ári. Áformað er jafnframt að ná fram nokkrum sparnaði í launum og öðrum rekstrargjöldum frá yfirstandandi ári. Miðað við þessar forsendur er talið að fjárvöntun Rafmagnsveitna ríkisins verði 230 millj. kr. á næsta ári. Komi ekki til skerðingar á fjárfestingu þarf gjaldskrá að hækka um 7%``.
    Þetta er nákvæmlega það sem stendur í fjárlagafrv. og upplýsir kannski það sem kom fram áðan.