Afstaða Landsvirkjunar til lækkunar orkuverðs

42. fundur
Fimmtudaginn 29. október 1992, kl. 11:37:02 (1681)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Vegna ummæla hæstv. iðnrh. áðan um að ég hefði rætt um tvískinnung, þá finnst mér það vera tvískinnungur að á sama tíma og ríkisstjórnin vinnur að lækkun hitunarkostnaðar á köldum svæðum er hún ekki bara að lækka arðgreiðslur Landsvirkjunar heldur líka að hætta því að endurgreiða innskatt til dreifiveitnanna sem nemur samkvæmt fjárlagafrv. rúmum 500 millj. kr. Á móti eiga að koma 80 millj. sem á að taka til niðurgreiðslna.