Flutningur á starfsemi Landhelgisgæslunnar

45. fundur
Þriðjudaginn 03. nóvember 1992, kl. 19:16:08 (1843)

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna orða hv. 2. þm. Austurl. vil ég taka fram að ég tel að þeir hv. þm. sem sitja í fjárln. úr hópi stjórnarandstæðinga hafi öðrum fremur sýnt skilning á því að það þurfi að draga saman. Vil ég að því leyti draga í land með það sem ég sagði að þeir hv. stjórnarandstæðingar í fjárln. hafa sýnt mjög gott fordæmi. Ég lít svo á að sú yfirlýsing sem hv. 2. þm. Austurl. var með gefi okkur góðar vonir um gott samstarf við það erfiða verkefni sem fjárln. á fram undan, m.a. gagnvart Landhelgisgæslunni.