Fiskistofa

46. fundur
Miðvikudaginn 04. nóvember 1992, kl. 14:10:45 (1863)

     Frsm. sjútvn. (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir áliti sjútvn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 36 frá 27. maí 1992, um Fiskistofu.
    Frv. hefur verið rætt í sjútvn. samhliða 45. máli sem við ræddum áðan, virðulegi forseti. Nefndin mælir með samþykkt frv. Þó er rétt að fram komi að einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja brtt. eða fylgja þeim sem kunna fram að koma. Rétt er einnig að taka fram að hv. þm. Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um Kvennalista, sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi.
    Undir þetta ritar formaður nefndarinnar Matthías Bjarnason, Össur Skarphéðinsson, Árni R. Árnason, Guðmundur Hallvarðsson, Vilhjálmur Egilsson, Steingrímur J. Sigfússon, með fyrirvara, Halldór Ásgrímsson, með fyrirvara, Stefán Guðmundsson, með fyrirvara, og Jóhann Ársælsson, með fyrirvara.