Lækkun vaxta

55. fundur
Þriðjudaginn 17. nóvember 1992, kl. 13:48:02 (2305)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti. Ég ætla að beina fyrirspurn til hæstv. viðskrh. í tengslum við þær umræður sem nú eru um efnahags- og kjaramál. Er í gangi einhver vinna á vegum ríkisstjórnarinnar í þá veru að verða við þeirri réttmætu kröfu aðila vinnumarkaðarins að vextir verði lækkaðir? Nú greinir menn á um það hvort hægt sé að lækka vexti með handafli eða ekki. Ég ætla ekki að fara út í þær umræður hér. Hins vegar er það jafnljóst að fjölmargar gerðir stjórnvalda geta haft áhrif á vextina og þess vegna varpa ég þessari spurningu til viðskrh.: Hvað er ríkisstjórnin að vinna þessa dagana til að geta komið til móts við þessa réttmætu kröfu?