Flugmálaáætlun og fjáröflun í flugmálum

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 13:17:34 (2438)

     Frsm. samgn. (Pálmi Jónsson ):
    Virðulegi forseti. Er ég mælti fyrir áliti samgn. við 2. umr. lét ég þess geti að hv. 6. þm. Vestf., Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, hefði ritað undir nál. með fyrirvara. Eigi að síður stendur hún að áliti nefndarinnar eins og raunar kom hér fram. Þó fyrirvari hennar hafi verið sá að koma því á framfæri að einn nefndarmanna í þriggja manna nefnd sem athugaði þetta mál hafi talið að ástæða gæti verið til að endurskoða þennan samning var það ekki álit nefndarinnar í heild. Það var heldur ekki álit okkar í samgn. sem afgreiddum málið að það væri sérstakt tilefni til þess. Nægilegt væri eins og gert er ráð fyrir í frv. að taka af tvímæli um það að ekki yrði lengur um mismunandi túlkun á þessum samningi að ræða og það kæmist á hreint. Þar eru hagsmunir okkar Íslendinga drjúgum meiri en Bandaríkjamanna. Ég tel ástæðu til að

láta þetta koma hér fram þannig að nefndin sem heild stendur að frv. eins og það liggur fyrir.