Aðild Íslands að Vestur-Evrópusambandinu

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 16:47:17 (2500)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Í framhaldi af skyndifundi utanrmn. sem boðað var til áðan að ósk nokkurra hv. þm. vil ég taka það fram að á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið mun ég taka það upp sem fyrsta mál á dagskrá og beita mér fyrir því að þáltill. um aukaaðildina verði lögð fram á Alþingi við fyrsta tækifæri, enda verður undirritunin að sjálfsögðu með löghelguðu formi, þ.e. með fyrirvara um samþykki Alþingis Íslendinga. En aðildin eða undirskriftin að aukaaðildarskjalinu verður staðfest fyrir mína hönd af umhvrh. í fyrramálið.