Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 14:18:21 (2544)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég hygg að flestum sé ljóst og ekki síst forustumönnum í íslenskum sjávarútvegi að verið er að koma fram ráðstöfunum sem koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot í þessari atvinnugrein og það er megintilgangur þessara ráðstafana. Þannig að ef einhverjir hafa haft uppi hugmyndir um að leysa vandann með einhverri allsherjargjaldþrotastefnu þá hljóta þeir að hafa orðið fyrir vonbrigðum því að þessar aðgerðir miða að því að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot.
    Svo vil ég minna hv. þm. á það að meginhlutinn af sparnaði landsmanna er sparnaður launafólksins.