Veiðistjóri

62. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 11:31:16 (2703)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :
    Virðulegi forseti. Á vegum forsrn. starfar nefnd sem fjallar um flutning ríkisstofnana út á land. Sú nefnd hefur ekki lokið störfum að mér er best kunnugt.
    Hér er spurt hvort til álita hafi komið að flytja embætti veiðistjóra út á landsbyggðina. Svarið við því er nei. Það hefur ekki verið til umræðu. Hvað síðar verður skal ég ekki um segja.
    Síðan er spurt: ,,Ef svo er, telur ráðherra koma til greina að stofnunin verði flutt til Austurlands?``
    Verði embættið flutt frá Reykjavík munu auðvitað allir landshlutar koma til greina, Austurland ekki síður en Vesturland, Norðurland eða Suðurland.