Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

68. fundur
Miðvikudaginn 02. desember 1992, kl. 14:48:23 (2868)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er alveg sjálfsagt að sú vinna fari fram sem auðvitað þarf að vinna, að fara

rækilega í saumana á því hvaða lög það kunni að vera sem rekist á við þessi. Ég sé hins vegar ekki að það þurfi að bíða með að samþykkja þetta ákvæði þess vegna. Þetta er ekki svo mikil óvissa sem þarna er um að ræða, það er ekki verið að veita svo mjög ótiltekna heimild til ráðherra til þess að veita undanþágu frá ákvæðum í lögum. Það er beinlínis talið upp í 4. gr. að ráðherra fær heimild til að veita undanþágu frá ákvæðum í lögum að því er varðar alveg tiltekin efni, þ.e. ríkisfang, búsetu eða viðurkenningu á prófum.
    Ég ítreka að það er sjálfsagt að sú vinna fari fram, og hún er raunar í gangi, að kanna hvaða lög það kunni að vera sem áður hafa verið sett á hv. Alþingi sem stangast á við þessi.