Stjórnarskipunarlög

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 13:49:55 (2928)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Með þeirri furðulegu afstöðu að ætla að vísa þessu máli til hv. stjórnarskrárnefndar og geyma það þar í salti er hv. stjórnarmeirihluti hér á Alþingi að glata síðasta tækifærinu sem hann hefur til þess að geta látið lögtaka samning um Evrópskt efnahagssvæði með stjórnskipulegum hætti. Ég segi að sjálfsögðu nei við þessari óeðlilegu afgreiðslu og harma það að meiri hlutinn skuli fara þessa leið.