Afgreiðsla mála fyrir jólahlé

70. fundur
Föstudaginn 04. desember 1992, kl. 11:17:40 (3055)

     Árni Johnsen :
    Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur hér áðan um störf í fjárln. vil ég lýsa furðu minni á slíkum orðum þar sem sagt er að fjárln. hafi setið auðum höndum í allt haust. Ég hef nokkra reynslu af starfi í fjárln., fyrr og nú, og mitt mat er það að starfið í fjárln. á þessu hausti hefur gengið einstaklega vel. Það er margslungið starf fjárln. og kostar mikla vinnu og yfirsetu og mjakast þótt hægt fari. En starfið hefur verið mjög vel skipulagt og hefur gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þess vegna lýsi ég furðu minni á slíku orðavali eins og hv. þm. viðhafði um störf fjárln.