Ný staða í EES-málinu

72. fundur
Mánudaginn 07. desember 1992, kl. 14:47:43 (3118)

     Ingibjörg Pálmadóttir (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Vegna ummæla hæstv. utanrrh. áðan um að það væri samkomulag um að EES-frumvörpin yrðu öll keyrð áfram og EES-málið yrði keyrt áfram óháð öllu þá vil ég að það komi fram að ég var starfandi þingflokksformaður í upphafi þessa samningaviðræðna. Ég ætla að staðfesta það sem félagar mínir í stjórnarandstöðunni hafa áður sagt að það var fyrirvari alveg frá upphafi um það að ef þessi samningur yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss þá yrði þetta mál ekki afgreitt fyrir jól. Ég er alveg viss um að þingflokksformaður Sjálfstfl., Geir Haarde, getur komið upp og staðfest þetta.