Almannatryggingar

76. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 00:30:24 (3230)


     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Ég byggi hér á tölum frá skólatannlækningum Reykjavíkur, gefið út af heilsugæslunni í Reykjavík, skólatannlækningar 14. sept. 1992. Þar er talan inni, 906 kr. og ég segi: Ef þessi hlutdeild er 15% og hún fer upp í 25%, þá eru 25% 2.662 kr. þannig að þarna bætast strax við 1.600 kr., og síðan þar til viðbótar forvarnirnar þannig að þessi tala, 1.300 kr., ef ég bara miða við upplýsingar sem eru frá heilbrigðisyfirvöldum sjálfum, hún stenst ekki. Og vegna þessa tel ég ástæðu til að draga í efa ýmislegt annað sem hér hefur verið sagt um ýmsar aðrar tölulegar upplýsingar, að þær fái staðist.