Þingfundir

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 12:40:25 (3887)


     Geir H. Haarde :
    Virðulegi forseti. Það er vissulega rétt hjá hv. 6. þm. Vestf. að hér hefur verið mikið að gera eins og venjulega á þessum árstíma. Ég vildi leggja til að gengið yrði til þeirrar atkvæðagreiðslu sem hér hefur verið boðuð og allir þingmenn greinilega átt von á. Síðan er hlé á milli eitt og tvö og þá geta þeir gengið til snæðings sem ekki sitja á nefndafundum. Þeir sem sitja í þessum nefndum geta væntanlega fengið næringu inn á nefndarfundinn og þar sem ég á sæti á þeim fundi vil ég beina þeim tilmælum til formanna þessara tveggja nefnda að þeir hafi forgöngu um að það verði hægt.