Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 15:44:20 (3988)


     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Það er góðra gjalda vert að hæstv. fjmrh. skuli telja að þetta mál þurfi að skoða betur. Hins vegar held ég að það hrökkvi býsna skammt að auka lántökuheimildir vegna þess að það er allt annað sem þarna var haft í huga, þ.e. að veita framlög til þess að styðja við atvinnugreinar sem vænlegar þykja. En síðan hefur það líka gerst að hæstv. forsrh. hefur breytt reglugerð um Byggðastofnun þannig að henni eru mjög þröngar skorður settar um lánveitingar miðað við hennar eigið fé. Það kom fram hjá forstjóra Byggðastofnunar á nefndarfundi að búast mætti við að þegar liði á árið, þá yrði einnig að skrúfa fyrir lánveitingar. Ég segi því já.