Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 15:52:39 (3990)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Eins og tillagan er orðuð, þá kemur það fram að henni er ætlað að tryggja framkvæmd grunnskólalaga. Samkvæmt ákvæðum bandormsins um ráðstafanir í ríkisfjármálum snemma á þessu ári, var gert ráð fyrir því að skerða framlög til grunnskóla og minnka þann tímafjölda sem ætlaður er nemendum í grunnskólum og heimila fjölgun í bekkjum. Þessi ákvæði voru hins vegar tímabundin þannig að skerðingarlögin falla út núna um áramót og það er því óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir til þess að tryggja að grunnskólinn fái aukna fjármuni og það er gert ráð fyrir því í þessari tillögu.
    Ég vek athygli á því, virðulegi forseti, að á móti þessari tillögu flytjum við sömu flm., ég og hv.

þm. Anna Kristín Sigurðardóttir og hv. þm. Guðrún Helgadóttir, tillögu um að fella niður stofnframlag til byggingar á sérstöku húsnæði fyrir Hæstarétt. Við teljum að það sé brýnna fyrir þjóðina að grunnskólalögin verði framkvæmd en að það verði byrjað á nýju húsi fyrir Hæstarétt. Ég segi því já, virðulegi forseti.