Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 17:07:10 (4023)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að skýra frá því vegna þeirrar atkvæðagreiðslu sem hér hefur farið fram að í 31. tölul. við brtt. sem við vorum að samþykkja hér áðan er gert ráð fyrir 70 millj. kr. aukningu á framlagi til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Það er ekki nóg að gera bara ráð fyrir framlagi til Framkvæmdasjóðsins. Það verður líka að gera ráð fyrir greiðsluheimild úr sjóðnum á því framlagi og það er sú greiðsluheimild sem var verið að veita þarna. En mergurinn málsins er sá að þarna er um að ræða 70 millj. kr. aukningu á framlagi úr ríkissjóði til Framvæmdasjóðs aldraðra sem er sérmerkt í þetta verkefni.