Málefni aldraðra

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 23:15:40 (4084)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég mundi satt að segja í sporum hæstv. heilbrrh. ekki taka svona til orða eins og hann gerði áðan vegna þess að ég tel að hann sé þar að hafa af ríkinu gífurlegar fjárhæðir. Það var auðvitað gerður fyrirvari varðandi þessi mál af hálfu heilbrrn. á sínum tíma og borgin á að endurgreiða þann hluta byggingarkostnaðar B-álmunnar sem ekki er notaður fyrir gamalt fólk. Á þeim tíma sem menn eru

að skerða Framkvæmdasjóðinn með þeim hrottalega hætti sem nú liggur fyrir þá á að rukka Reykjavíkurborg. Hæstv. heilbrrh. á að efna til innheimtuherferðar á hendur borgarstjóranum í Reykjavík upp á nokkur hundruð millj. kr. vegna þess að það er ekki verið að nota B-álmuna fyrir gamalt fólk, heldur fyrir almenna starfsemi spítalans. Það tel ég að sé mjög mikilvægt.
    Í öðru lagi þá tel ég að það svar sem hæstv. heilbrrh. gaf varðandi Framkvæmdasjóðinn hafi ekki með öllu skýrt það mál og ég tel óhjákvæmilegt að glöggva sig betur á því en á því er ekki kostur við þær aðstæður sem skapast hér í andsvarsumræðum.