Kjarasamningar opinberra starfsmanna

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 13:51:35 (4149)

     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Hæstv. forseti. Þetta er nú lítið frumvarp, auk gildistökuákvæðis aðeins ein grein, sem hljóðar þannig, með leyfi forseta:
    ,,1. tölul. 2. mgr. 1. gr. laganna orðist svo: Þeirra opinberu starfsmanna, sem heyra undir lög um Kjaradóm og kjaranefnd.``
    Þetta er nú ekki lengra og tengist algjörlega því frumvarpi sem var rætt um hér fyrr, um Kjaradóm og kjaranefnd, og það eru sömu hv. þm. sem skrifa undir nál. Þeir hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Halldór Ásgímsson og Steingímur J. Sigfússon skrifa undir þetta með fyrirvara með nákvæmlega sama hætti og áðan. En nefndin fjallaði um frumvarpið og meiri hlutinn mælir með samþykkt þess.