Ferill 88. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 88 . mál.


98. Tillaga til þingsályktunar



um jöfnunartoll á skipasmíðaverkefni.

Flm.: Jóhann Ársælsson, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon.



    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að gefa svo fljótt sem auðið er út reglugerð á grundvelli tollalaga um jöfnunartoll á skipasmíðaverkefni sem framkvæmd eru erlendis fyrir Íslendinga.
    Skal í reglugerðinni miðað við að jöfnunartollurinn verði sem næst jafnhár og þær niðurgreiðslur og ívilnanir sem þau verkefni, sem hér um ræðir, njóta. Tekjum af gjaldi þessu skal varið til þróunar starfa og nýsköpunar í iðnaði og til stuðnings rannsóknum og verkmenntun samkvæmt nánari ákvæðum sem bundin verða í fjárlögum.
     Skal við það miðað að tollurinn taki til allra samninga sem gerðir verða eftir 16. sept. 1992.

Greinargerð.


     Í skipasmíðum og þjónustu við útgerðaraðila eru fólgin ein stærstu iðnaðartækifæri á heima markaði sem Íslendingar eiga. Stefna stjórnvalda hlýtur þess vegna að verða að miða að því að nýta sér þessa möguleika til að skapa atvinnutækifæri í landinu.
     Íslenskur skipaiðnaður hefur átt við mikla erfiðleika að etja á undanförnum árum. Mikill sam dráttur hefur orðið bæði í nýsmíðum og viðgerðum. Fyrirtæki hafa hætt rekstri og starfsmönnum hefur fækkað í greininni. Reynsla, þekking og þjálfun hefur glatast til mikils tjóns fyrir alla þessa starfsemi. Á sama tíma hafa mörg skip verið í smíðum og töluverður hluti viðhalds og endurbóta hefur verið framkvæmdur erlendis.
     Tómlæti stjórnvalda og jafnvel neikvæð afstaða forustumanna í sjávarútvegi virðist hafa verið ráðandi í þessum málum á undanförnum árum. Það er löngu tímabært að stjórnvöld vinni markvisst að því að snúa þessari öfugþróun við.
     Skipasmíðar hér á landi hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðurnar eru ekki verk efnaleysi í þjónustu við íslenska útgerð. Næg verkefni hafa verið til staðar en erlendir aðilar hafa í krafti niðurgreiðslna og ívilnana frá viðkomandi stjórnvöldum getað boðið lægra verð. Ekki er að sjá að breyting verði á opinberum stuðningi við skipasmíðar í helstu samkeppnislöndum okkar á næstunni.
     Það er mjög óskynsamlegt af hálfu Íslendinga að láta þjónustu við aðalatvinnuveg sinn flytjast úr landinu. Skipasmíðaiðnaðurinn getur gefið þjóðinni geysileg atvinnutækifæri á heimamarkaði. Íslenskar skipasmíðastöðvar geta haft í fullu tré við erlenda smíði ef þær fá að standa jafnfætis og þurfa ekki að keppa við niðurgreiðslur og ívilnanir sem ekki eru hér til staðar.
     Nú virðist ný bylgja vera að rísa í endurnýjun skipastólsins. Gömlu ísfisktogararnir eru orðnir úreltir. Nú vantar ný skip og gera þarf breytingar á þeim eldri. Nú er tækifæri til að gefa íslenskum iðnaði, skipasmíðaiðnaðinum, möguleika á að rétta úr kútnum.
    Verði það að veruleika á næstunni að opinber stuðningur við þessa iðngrein verði lagður af í helstu viðskiptalöndum okkar höfum við enn tækifæri til að búa okkur undir frjálsa samkeppni á þessu sviði.

Fylgiskjal I.


Ályktun Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.


(3. september 1992.)






(Tölvutækur texti ekki til.)







Fylgiskjal II.



Ályktun aðalfundar


Félags dráttarbrauta og skipasmiðja 1992.




(Tölvutækur texti ekki til.)







Fylgiskjal III.


Upplýsingar um styrki og aðstoð


norskra stjórnvalda við skipaiðnað.



Statens Fiskarbank í Noregi.


Nokkrir punktar.




(Tölvutækur texti ekki til.)