Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 107 . mál.


125. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um eignarhald á Brunabótafélagi Íslands.

Frá Sturlu Böðvarssyni.



    Liggur fyrir lögformleg hlið eignarhalds á Brunabótafélagi Íslands?
    Hversu mörg sveitarfélög eiga aðild að fulltrúaráði Brunabótafélagsins?
    Hvaða réttindi og skyldur fylgja aðild að fulltrúaráði félagsins?
    Telur ráðherra koma til greina að Brunabótafélagið verði gert að hlutafélagi með eignaraðild þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að fulltrúaráði félagsins? Yrði eignarhlutur hvers þeirra þá metinn í samræmi við iðgjaldagreiðslur húseigenda fyrir brunatryggingar sl. fimm ár?