Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 132 . mál.


152. Tillaga til þingsályktunar



um rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis.

Flm.: Svavar Gestsson, Kristinn H. Gunnarsson.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram ítarlega rannsókn á afleiðingum atvinnu leysis. Í rannsókninni skal leitast við að leiða fram upplýsingar um áhrif atvinnuleysis á almenn kjör barna, kvenna, unglinga og annarra hópa sem atvinnuleysið kemur sérstaklega illa við. Þá skal greina frá því hvaða áhrif það hefur á heilsufar og skólagöngu. Enn fremur skal kanna áhrif þess á afbrot og starfsemi neyðarathvarfa af ýmsu tagi og stofnana sem fólk í neyð leitar til. Þá skal kanna sérstaklega hvaða kostnaður, beinn og óbeinn, leggst á þjóðfélagið vegna atvinnuleysis og sérstak lega skal rekja hve miklir fjármunir tapast í tengslum við atvinnuleysi í þjóðarbúinu í heild.
    Enn fremur skal við birtingu á niðurstöðum skýra ástandið í Vestur-Evrópu sérstaklega til sam anburðar, bæði að því er varðar atvinnuleysið sjálft og aðgerðir sem gripið er til í því skyni að draga úr því. Jafnframt skal eftir því sem verkinu vindur fram gera tillögur til úrbóta á þeim sviðum sem talin eru liggja beinast við að því er varðar fjölgun starfstækifæra, fullorðinsfræðslu og starfsmennt un í þágu atvinnulausra og þeirra sem standa tæpt á vinnumarkaði, t.d. fatlaðra.
    Við rannsóknina verði haft samráð við sveitarfélögin og samtök launafólks og samtök atvinnu lausra. Rannsókninni skal flýtt svo sem kostur er og fyrstu niðurstöður birtar fyrir 1. febrúar nk. Kostnaður allur greiðist úr ríkissjóði.

Greinargerð.


    Eitt alvarlegasta vandamál samtímans í Evrópu er atvinnuleysið. Atvinnuleysi hefur verið óþekkt fyrirbæri hér á landi þar til nú er það blasir við í áður óþekktum stærðum. Fara verður allt aft ur til kreppuáranna til að finna ámóta fjölda atvinnulausra og nú er um að ræða.
    Atvinnumál hafa verið rædd ítarlega frá því að Alþingi kom saman í sumar. Alþýðubandalags menn hafa gert grein fyrir tillögum sínum um úrlausn þessa hrikalega vanda og hafa þær verið birtar þjóðinni að undanförnu, en á Alþingi hefur hins vegar ekki verið fjallað sérstaklega um afleiðingar atvinnuleysisins, félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar.
    Að vísu er það ekki nýtt að atvinnuleysi hrjái þjóðina undir stjórnum Alþýðuflokksins og Sjálf stæðisflokksins. Það er fastur fylgifiskur stjórna þessara flokka, en áður komst atvinnuleysi í há mark á lýðveldistímanum í tíð viðreisnarstjórnarinnar fyrir 1970.
    Í þeirri tillögu, sem hér er flutt, er gert ráð fyrir að fram fari ítarleg rannsókn á félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum afleiðingum atvinnuleysis. Engar heildarrannsóknir liggja frammi um þau efni á Íslandi. Brýn þörf er á því að þær rannsóknir fari fram en slík rannsókn má þó á engan hátt tefja fyrir aðgerðum. Þvert á móti liggur þegar fyrir til hvaða aðgerða er unnt að grípa, bæði í atvinnumálum og menntamálum, til að draga úr atvinnuleysi. Rannsókn sem þessi gæti skap að skilning á því hjá stjórnvöldum sérstaklega hversu háskalegt atvinnuleysið er og hún gæti einnig vísað veginn fyrir nýjar aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi.

Nærri 300 í meira en ár.
    Í yfirliti, sem flutningsmönnum hefur borist frá Hagstofunni, kemur í ljós að nærri 300 þeirra sem atvinnulausir voru í maílok höfðu verið atvinnulausir í meira en 52 vikur eða eitt ár. Þar er um að ræða 136 konur og 137 karla. Þannig er atvinnuleysi orðið varanlegt vandamál á þúsundum heimila og mörg hundruð heimila hafa haft atvinnuleysisvofuna inni á gafli hjá sér frá því á sama tíma í fyrra og lengur.

Atvinnuleysistryggingasjóður.
    Ljóst er að Atvinnuleysistryggingasjóður hefur enga burði til þess að standa undir öllu þessu at vinnuleysi. 30. september hafði sjóðurinn greitt 1.320.705.176 kr. í atvinnuleysisbætur eða um 1,3 milljarða kr. Forráðamenn sjóðsins gera ráð fyrir að atvinnuleysisbætur á árinu verði hátt í 1,7 millj arða kr. Sjóðurinn er nú þegar tómur og lifir á aukafjárveitingum eða á því að ganga á höfuðstól eigna sinna. Auk atvinnuleysisbótanna hefur sjóðurinn greitt til umsjónarnefndar eftirlauna, 235 millj. kr. það sem af er árinu, 15,3 millj. kr. til kjararannsóknanefndar og svo til eigin rekstrar. Ríkis stjórnin áformaði á sl. hausti að skerða atvinnuleysisbætur. Verkalýðshreyfingunni tókst í síðustu samningum að koma í veg fyrir það. Bótakerfi sjóðsins stendur því óskert enn. Vandi sjóðsins er hins vegar gríðarlegur og nauðsynlegt er að taka hann til endurskoðunar, þó ekki væri nema til þess að tengja hann betur við það kerfi endurmenntunar og fullorðinsfræðslu sem koma verður upp í landinu með hliðsjón af hinu geigvænlega atvinnuleysi.

Áfall fyrir þjóðarbúið.
    Aldrei hefur birst opinberlega hve þjóðin tapar miklu á atvinnuleysinu. Gerum ráð fyrir að tap þjóðarbúsins og verðmætisaukinn eftir hvert starf sé 2 millj. kr. á ári að meðaltali. Sú tala er áreiðan lega ekki fjarri lagi. Þá nemur tap þjóðarbúsins vegna þess að 3.500 manns hafa ekki atvinnu allt árið um 7.000 millj. kr. eða margfalt hærri upphæð en nemur þeim greiðslum sem fólkið fær greitt í atvinnuleysisbætur. Því er réttlætanlegt að verja verulegum fjármunum til þess úr ríkissjóði að auka atvinnu, frá efnahagslegu sjónarmiði, að ekki sé minnst á félagslega og mannlega þáttinn. Fróðlegt væri einnig að bera saman gjalda- og tekjustöðu ríkisins í þessu sambandi en það verður ekki gert hér.

Gegn einstaklingsframtaki.
    Ljóst er að núverandi ríkisstjórn hefur gengið lengra í því en nokkur önnur stjórn fyrr og síðar að brjóta niður framtak einstaklingsins. Nú eru um 3.500 manns án atvinnu. Gert er ráð fyrir að at vinnuleysi fari enn vaxandi á næstunni og aldrei verður það mælt í tölum að atvinnuleysið hefur hrikalegar afleiðingar fyrir sjálfsvirðingu einstaklingsins. Af hverju eru allar neyðarstofnanir yfir fullar á þessu ári? Hvaða afleiðingar hefur lokun framhaldsskólanna? Hvaða afleiðingar hefur at vinnuleysi í marga mánuði eða ár á sjálfsmynd einstaklingsins? Og svo framvegis. Rannsókn sú, sem hér er gerð tillaga um, á einnig að taka á hinum mannlegu vandamálum eins og kostur er.

Erlendis.
    Atvinnuleysið er hrikalegt og vaxandi vandamál í grannlöndum okkar. Atvinnuleysi í Finnlandi er um 15% sem þýðir að annar hver íbúi Finnlands finnur fyrir atvinnuleysinu með beinum og óbeinum hætti. 10,6% vinnufærra Dana eru atvinnulausir, 6,0% Svía og 5,4% Norðmanna. Í Evr ópubandalaginu, þar sem búa um 350 milljónir manna, eru 50 milljónir undir svonefndum fátækra mörkum.
    Evrópuumræðan, sem hefur verið í gangi um langt árabil, tekur hvergi á þessum vandamálum. Þvert á móti má benda á að Evrópustefnan stuðli að atvinnuleysi. Stefnan gengur út á það að auka svonefnda samkeppnishæfni fyrirtækja. Það gerist með hagræðingu í rekstri. Hagræðing í rekstri hefur oftar en ekki í för með sér uppsagnir. Má því halda því fram að þessi stefna hinnar köldu mark aðshyggju, sem fylgt er víðast hvar um þessar mundir, hafi atvinnuleysi í för með sér og að atvinnuleysið hljóti að aukast meðan þessi stefna er alls ráðandi.



Fylgiskjal I.


Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins:


Yfirlit um atvinnuástandið.


(13. október 1992.)



(Tölvutækur texti ekki til.)






Fylgiskjal II.



Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins:



Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga og meðaltal atvinnulausra


í september 1992 eftir búsetu og kyni.


(12. október 1992.)



(Tafla mynduð. )





Fylgiskjal III.



Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins:



Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga


í september 1992 eftir landshlutum og stöðum.


(12. október 1992.)



(Tafla mynduð. )








Fylgiskjal IV.



Vinnumáladeild félagsmálaráðuneytisins:


Atvinnuleysi eftir landshlutum og kyni árið 1992.




(Tafla mynduð. )







Fylgiskjal V.



Hagstofa Íslands:


Atvinnuleysi eftir lengd þess 1986–1992.




(Tafla mynduð. )





Atvinnuleysi eftir kyni og aldri 1986–1992.



(Tafla mynduð. )





Atvinnuleysi 29. maí 1992 eftir aldri, kyni


og lengd atvinnuleysis.



(Tafla mynduð. )




Fylgiskjal VI.



Úr riti Hagstofu Íslands
Landshagir 1991,
Hagskýrslur Íslands III, 5:



(Töflur myndaðar. )




Fylgiskjal VII.


Úr riti Þjóðhagsstofnunar
Sögulegt yfirlit hagtalna 1945–1988,
Þjóðarbúskapurinn nr. 11:



(Töflur myndaðar. )