Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 179 . mál.


205. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um landeyðingu vegna ágangs straumvatna.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hefur farið fram heildarúttekt á landeyðingu vegna ágangs straumvatna?
    Ef svo er, á hvaða svæðum er talið að þessi landeyðing sé hvað mest og hröðust?
    Hefur ráðuneytið unnið að því að raða varnaraðgerðum vegna ágangs straumvatna í forgangsröð?
    Ef svo er, hverjar eru þær varnaraðgerðir og hver er áætlaður heildarkostnaður við þær?


Skriflegt svar óskast.