Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 189 . mál.


219. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um innheimtu Pósts og síma.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Innheimtir Póstur og sími gjald af símnotendum fyrir símaþjónustu sem nokkur fyrirtæki hafa auglýst að undanförnu og felst m.a. í ýmsum upplýsingum varðandi skemmtanalíf í borginni, upplestri á ýmiss konar afþreyingarefni, úrslitum getrauna og öðru þess háttar?
    Er símanum lokað greiði notandi ekki gjald fyrir umrædda þjónustu?
    Hafi síma verið lokað vegna vangjalda af þessum sökum eða fyrir almenna notkun er þá hvorki hægt að hringja í né úr þeim síma?
    Stangast það ekki á við mannréttindi að sá er greitt hefur svokallað heimtaugargjald og annan kostnað geti ekki notað símann sem öryggistæki, þ.e. að hægt sé að hringja í viðkomandi númer?