Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 243 . mál.


312. Frumvarp til laga



um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1990.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



1. gr.

    Ríkisreikningur fyrir árið 1990 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1990


A-HLUTI



Reikningur
1990
Tekjur
Beinir skattar     
18.968.797

Óbeinir skattar     
68.654.428

Aðrar tekjur     
521.870


Tekjur samtals
88.145.095

Fjármunatekjur     
6.592.081


Tekjur alls
94.737.176



Gjöld
Launagjöld
29.832.994
Ýmis rekstrargjöld
20.298.291
Eignakaup
2.059.937
Tilfærslur og ósundurliðað rekstrarfé
50.324.655
Rekstrargjöld, ósundurliðuð í fjáraukalögum
-
Sértekjur stofnunar
-7.794.762

Gjöld samtals
94.721.115

Fjármagnskostnaður
11.303.028

Gjöld alls
106.024.143


TEKJUR UMFRAM GJÖLD
-11.286.967


Reikningur
1990

Sundurliðun gjalda á ráðuneyti
00 Æðsta stjórn ríkisins
1.096.488
01 Forsætisráðuneyti
733.933
02 Menntamálaráðuneyti
14.829.062
03 Utanríkisráðuneyti
1.352.152
04 Landbúnaðarráðuneyti
4.026.167
05 Sjávarútvegsráðuneyti
2.894.566
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
4.519.031
07 Félagsmálaráðuneyti
3.780.530
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
39.391.558
09 Fjármálaráðuneyti
6.704.573
10 Samgönguráðuneyti
7.536.973
11 Iðnaðarráðuneyti
2.492.438
12 Viðskiptaráðuneyti
5.511.295
13 Hagstofa Íslands
111.932
14 Umhverfisráðuneyti
33.867
15 Fjárlaga- og hagsýslustofnun
11.009.578

Samtals
106.024.143

EFNAHAGSREIKINGUR 31. DESEMBER 1990


A-HLUTI




Reikningur
EIGNIR:
1990

Veltufjármunir

Sjóður
308.382
Ríkisféhirðir
200.908
Aðrir ríkisaðilar
107.474

Bankainnstæður
1.774.383
Seðlabanki Íslands, hlaupareikningar
511.323
Innlendar innlánsstofnanir
758.785
Erlendar innlánsstofnanir
504.275

Skammtímakröfur
Óinnheimtar ríkistekjur og innheimtufé
20.826.867
Almennar ríkistekjur og skyldusparnaður
19.010.795
Markaðar ríkistekjur
1.629.168
Innheimtufé fyrir aðra
142.844
Fyrirframgreiddar, geymdar, markaðar tekjur
44.060

Skammtímakröfur, aðrar
8.011.916
Fyrirframgreidd gjöld
25.315
Áfallnar, ógreiddar vaxtatekjur
1.705.280
Viðskiptareikningar, bráðabirgðalán
6.028.640
Veitt stutt lán
252.681

Sjóður og skammtímakröfur samtals
28.838.783

Vöru- og efnisbirgðir
150.091

Veltufjármunir samtals
31.071.639 Reikningur
1990

Langtímakröfur og áhættufjármunir

Langtímakröfur
Veitt löng lán, innlend ógengisbundin
18.259.695
Stofnanir í A-hluta
22.257
Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta
10.958.592
Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs
3.700.121
Lánastofnanir
297.275
Sveitarfélög
191.310
Aðrir
3.090.140

Veitt löng lán, innlend, gengisbundin
15.480.698
Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta
7.563.590
Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs
3.635.118
Sveitarfélög
2.967.751
Lánastofnanir
204.625
Aðrir
1.109.614

Veitt löng lán til erlendra aðila
28.880

Langtímakröfur samtals
33.769.273

Áhættufjármunir
2.769.904
Innlend hlutabréf og stofnfjárframlög
1.716.303
Erlend hlutabréf og stofnfjárframlög
1.053.601

Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals
36.539.177


EIGNIR ALLS
67.610.816

EFNAHAGSREIKINGUR 31. DESEMBER 1990


A-HLUTI



Reikningur
SKULDIR:
1990

Skammtímaskuldir

Bankareikningar, hlaupareikningsskuld
758.734
Seðlabanki Íslands, aðalviðskiptareikningar
379.421
Seðlabanki Íslands, hlaupareikningar
336.197
Innlánsstofnanir
43.116

Krafa á óinnheimtar ríkistekjur, innheimtufé
317.415
Markaðar ríkistekjur á teknaliði
174.580
Innheimtufé fyrir aðra
142.835

Geymdar, markaðar ríkistekjur, innheimtufé
95.944
Markaðar ríkistekjur
37.980
Innheimtufé fyrir aðra
57.964

Ríkisvíxlar
8.142.598

Skammtímaskuldir, aðrar
10.099.652
Ógreidd gjöld
1.164.932
Ógreidd gjöld, sérstakar skuldbindingar
4.806.536
Viðskiptareikningar, bráðabirgðaskuldir
3.416.970
Tekin stutt lán, innlend, önnur
711.214

Skammtímaskuldir samtals
19.414.343 Reikningur
1990

Langtímaskuldir

Tekin löng lán, innlend ógengisbundin
41.964.842
Stofnanir í A-hluta
231.208
Seðlabanki Íslands
24.988
Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta
85.630
Innlánsstofnanir
6.254.114
Lánastofnanir, innlendar
2.380.393
Sveitarfélög
1.114.759
Aðrir
31.873.750

Tekin löng lán, innlend, gengisbundin
2.186.471
Seðlabanki Íslands
1.457.441
Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta
5.343
Innlánsstofnanir
28.390
Lánastofnanir
598.231
Aðrir
97.066

Tekin löng lán, erlend
59.778.769

Ýmsar langtímaskuldbindingar
57.604.227

Langtímaskuldir samtals
161.534.309

Skuldir alls
180.948.652


Höfuðstóll
Höfuðstóll í ársbyrjun
-97.909.914
Endurmat veltufjármunir/skammtímaskuldir
-448.894
Endurmat langtímakröfur/langtímaskuldir
-3.692.061
Tekjur umfram gjöld 1990
-11.286.967

Höfuðstóll í árslok samtals
-113.337.836


SKULDIR OG HÖFUÐSTÓLL ALLS
67.610.816

2. gr.

Ríkisreikningur fyrir árið 1990 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1990


B-HLUTI



Reikningur
1990

Rekstrartekjur
Seldar vörur og þjónusta
32.849.076
Seldir happdrættismiðar
1.512.316
Aðrar rekstrartekjur
159.492

Rekstrartekjur samtals
34.520.884


Rekstrargjöld
Hráefni og vörur til endursölu
9.015.845
Laun og launatengd gjöld
7.446.607
Happdrættisvinningar
933.666
Önnur rekstrargjöld
8.820.198
Afskriftir
3.012.184
Stofnkostnaðarviðfangsefni flutt á efnahag
-581.918

Rekstrargjöld samtals
28.646.582


Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda
5.874.302

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Vaxtatekjur
8.594.953
Vaxtagjöld
-8.394.188
Arður af hlutabréfum
1.231
Endurmat, tekjufært
7.459.660
Endurmat, gjaldfært
-4.396.832
Reiknaðar tekjur vegna verðbreytinga
916.228
Reiknuð gjöld vegna verðbreytinga
-3.394.545

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals
786.507


Hagnaður af reglulegri starfsemi
6.660.809

Óreglulegar tekjur
182.459

Óregluleg gjöld
-4.303.549

Framlög og tilfærslur
4.588.659


Hagnaður til ráðstöfunar
7.128.378

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1990


B-HLUTI



Reikningur
EIGNIR:
1990

Veltufjármunir

Sjóður og bankainnstæður
4.235.305
Sjóður
211.652
Banki
4.023.653

Skammtímakröfur
22.159.086
Fyrirframgreiddur kostnaður
212.229
Viðskiptareikningar
13.759.569
Veitt stutt lán
8.187.288

Vöru- og efnisbirgðir
2.122.620

Veltufjármunir samtals
28.517.011



Fastafjármunir

Áhættufjármunir og langtímakröfur
119.746.894
Langtímakröfur/veitt löng lán
120.342.975
Hlutafé og stofnfjárframlög
360.299
Afskriftareikningur útlána
-956.380

Varanlegir rekstrarfjármunir
38.839.438
Vélar, tæki og áhöld
9.963.171
Fasteignir
20.598.429
Virkjanir, orku- og jarðvarmaveitur og jarðhitarannsóknir
8.122.757
Aðrar eignir
155.081

Fastafjármunir samtals
158.586.332


EIGNIR ALLS
187.103.343

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1990


B-HLUTI



Reikningur
SKULDIR:
1990

Skammtímaskuldir

Bankareikningar, hlaupareikningaskuldir
317.535

Aðrar skammtímaskuldir
17.316.829
Ógreidd gjöld
1.446.058
Viðskiptareikningar
13.492.310
Tryggingastofnun ríkisins, viðskiptareikningar innbyrðis
205.370
Tekin stutt lán
2.173.091

Skammtímaskuldir samtals
17.634.364



Langtímaskuldir

Langtímaskuldir / tekin löng lán samtals
90.531.650

Skuldir samtals
108.166.014



Eigið fé

Ýmsir eiginfjárreikningar
-135.988

Endurmatsreikningar
49.455.452

Höfuðstóll
29.617.865

Eigið fé alls
78.937.329


SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS
187.103.343





3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið eftir ríkisreikningi fyrir árið 1990 sem lagður var fyrir Alþingi með bréfi fjármálaráðherra til forseta Alþingis í maí 1992.
    Í greinargerð og skýringum með A-hluta ríkisreiknings fyrir árið 1989 var gerð grein fyrir breytingum á reikningsskilareglum sem þá voru teknar upp og komu fyrst til framkvæmda á því uppgjöri. Var þar um að ræða að færa þá og framvegis í ríkisreikningi allar skuldbindingar ríkissjóðs og stofnana hans sem vitað er um, þar með taldar skuldbindingar vegna lífeyrissjóða, áfallnir vextir af skuldum í árslok og hlutdeild ríkisins í stofnkostnaði sameiginlegra framkvæmda með sveitarfélögum.
    Ríkisreikningur fyrir árið 1990 er þannig fyrsti reikningur A-hluta ríkissjóðs sem sýnir tekjur, gjöld og áfallnar skuldbindingar vegna umsvifa A-hluta á viðkomandi ári. Í reikningi ársins 1989 voru hins vegar færðar uppsafnaðar skuldbindingar margra ára. Þetta leiðir til þess að reikningstölur ríkisreiknings 1990 eru af þeim sökum ekki samanburðarhæfar við fyrri ár. Næsta ár verður hins vegar á sama grunni og því fyllilega sambærilegt. Þess ber þó að geta að í uppgjöri síðasta árs hafði ekki náðst að færa að fullu uppsafnaðar skuldbindingar fyrri ára eins og að var stefnt til að breytingar á reikningsskilaaðferðum kæmu aðeins fram í einum reikningi. Þannig eru nú færð yfirtekin eða niðurfelld lán og afskrifaðar kröfur að fjárhæð 4,1 milljarður króna. Af þeirri upphæð eru 2,6 milljarðar króna eldri skuldbindingar en afgangurinn 1,5 milljarðar króna er vegna ákvarðana sem teknar voru á árinu. Fyrir þessu er nánar gerð grein á bls. 30 í ríkis-reikningi.
    Niðurstöðutölur ríkisreiknings sýna að rekstrarhalli ríkissjóðs er um 11.287 m.kr. Rekstrarafkoma ríkissjóðs á greiðslugrunni var hins vegar neikvæð um 4.446 m.kr. eins og eftirfarandi tafla sýnir:

Ríkis-

Greiðslu-


reikningur

uppgjör

Mismunur



Tekjur     
92.453
94.737 2.284
Gjöld     
96.899
106.024 9.125
Rekstrarhalli     
4.446
11.287 6.841


    Tekjur eru alls 2,3 milljörðum króna hærri í reikningsuppgjöri sem skýrist af því að álagðar tekjur ársins verða hærri en það sem innheimtist á árinu. Af þeirri fjárhæð eru 1,5 milljarðar króna hækkun beinna og óbeinna skatta. Aðrar tekjur eru 0,8 milljörðum hærri sem einkum skýrast af áföllnum vaxtatekjum og söluandvirði rannsóknaskips.
    Frávik á gjöldum eru 9,1 milljarður króna. Er þar í fyrsta lagi um að ræða yfirteknar skuldbindingar eins og fyrr er getið að fjárhæð 4,1 milljarður króna. Í öðru lagi eru gjaldfærðar skuldbindingar vegna lífeyrissjóða 2,3 milljarðar króna umfram greiðslu á árinu. Loks eru áfallnir vextir umfram greidda 2,8 milljarðar króna.
    Varðandi frekari greinargerð með niðurstöðu og framvindu ríkisfjármála á árinu vísast til endurskoðunarskýrslu yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning 1990 og skýrslu fjármálaráðherra um ríkisfjármál 1990.