Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 271 . mál.


365. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Námsgagnastofnun.

Frá Önnu Kristínu Sigurðardóttur og Svavari Gestssyni.



    Hvaða fagleg rök eru fyrir því að skera framlög til Námsgagnastofnunar niður umfram aðrar stofnanir á næsta ári?
    Hvernig rökstyður ráðherra þá fullyrðingu sína að Skólavörubúðin sé „bara ritfangaverslun“?
    Er það ætlun ráðherra að beita sér fyrir því að lögð verði námsbókagjöld á nemendur í grunnskólum eða að afla tekna vegna námsbókaútgáfu með öðrum hætti?
    Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að „einkavæða“ útgáfu námsbóka handa grunnskólanum?