Ferill 11. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 11 . mál.


390. Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Við 1. gr. B-liður 1. tölul. orðist svo: Skilyrt skilríki til peningagreiðslu á grundvelli tiltekins verðbréfs eða verðbréfa skv. a-lið.
    Við 5. gr. Í stað orðanna „hefur hlotið viðurkenningu lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki“ í fyrri málslið komi: viðurkenndur með þeim hætti sem bankaeftirlitið metur gildan.
    Við 10. gr. Í stað orðanna „skylt og einum heimilt“ komi: einum heimilt og rétt eftir því sem við verður komið.
    Við 11. gr.
         
    
    2. málsl. fyrri málsgreinar orðist svo: Því er jafnframt heimilt að annast útboð verðbréfa, veita sölutryggingu á verðbréfum, gerast viðskiptavaki, annast fjárvörslu fyrir einstaklinga og lögaðila og tengda fjármálaþjónustu, þó ekki innlána- og útlánastarfsemi.
         
    
    Við bætist ný málsgrein er verði 2. mgr. og orðist svo:
                            Verðbréfafyrirtæki er jafnframt heimilt að eiga viðskipti með verðbréf fyrir eigin reikning.
         
    
    Í stað orðanna „1. mgr.“ í 2. mgr., er verði 3. mgr., komi: 1. og 2. mgr.
    Við 14. gr. Síðari málsgrein falli brott.
    Við 17. gr. 3. mgr. falli brott.
    Við 18. gr. Greinin verði svohljóðandi:
                  Verðbréfafyrirtæki skal vegna eigin viðskipta með verðbréf sem því eru falin til sölu og vegna viðskipta eigenda þess, stjórnenda, starfsmanna og maka þeirra gæta eftirtalinna atriða:
              1.    Að ýtrustu hagsmuna ótengdra viðskiptavina sé gætt.
              2.    Að fullur trúnaður ríki gagnvart ótengdum viðskiptavinum.
              3.    Að viðskiptin séu sérstaklega skráð.
              4.    Að stjórn verðbréfafyrirtækisins fái kerfisbundnar upplýsingar um viðskiptin og staðfesti þau.
                  Verðbréfafyrirtæki skal setja sér verklagsreglur um viðskipti skv. 1. mgr. og skulu þær staðfestar af bankaeftirlitinu.
    Við 19. gr. Greinin orðist svo:
                  Verðbréfafyrirtæki getur veitt viðskiptaaðila lán og gengið í ábyrgðir vegna verðbréfaviðskipta, sem því er heimilt að annast samkvæmt lögum þessum, eftir eigin verklagsreglum sem bankaeftirlitið staðfestir.
                  Verðbréfafyrirtæki er heimilt að veita sölutryggingu á verðbréfum, sbr. 11. gr., þó ekki fyrir hærri fjárhæð en sem nemur tuttuguföldu eigin fé fyrirtækisins.
    Í stað orðsins „Misnotkun“ í kaflafyrirsögn VI. kafla komi: Meðferð.
    Við 22. gr. Í stað orðanna „hefur hlotið viðurkenningu lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki“ í fyrri málslið fyrri málsgreinar komi: er viðurkenndur með þeim hætti sem bankaeftirlitið metur gildan.
    Við 29. gr. 3. mgr. verði svohljóðandi:
                  Leiði endurskoðun í ljós verulega ágalla á rekstri verðbréfafyrirtækis eða atriði sem geta veikt fjárhagsstöðu fyrirtækisins skal endurskoðandi þegar gera stjórn fyrirtækisins viðvart, svo og bankaeftirlitinu, hafi hann ástæðu til að ætla að stjórnendur fyrirtækis hafi ekki rækt upplýsingaskyldu sína í þessu sambandi.
    Við 38. gr. Greinin falli brott.
    Við 41. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993.