Ferill 299. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 299 . mál.


466. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 46 27. júní 1985, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



1. gr.


    Í 1. mgr. 2. gr. laganna breytast eftirfarandi orðskýringar:
     Efri og neðri mörk greiðslumarks eru leyfileg fráviksmörk framleiðslu á lögbýli frá greiðslumarki býlisins án þess að frávikið valdi breytingu á beinum greiðslum úr ríkissjóði nema kveðið sé á um aðrar viðmiðanir í samningum Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráðherra skv. a-lið 30. gr. eða í reglugerðum við lög þessi.
     Greiðslumark lögbýlis er tiltekið magn kindakjöts, mælt í kílógrömmum, eða mjólkur, mælt í lítrum, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli samkvæmt búvörusamningi og veitir rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði.
     Heildargreiðslumark er tiltekið magn kindakjöts mælt í tonnum, eða mjólkur, mælt í lítrum, sem ákveðið er samkvæmt búvörusamningi með tilliti til heildarneyslu innan lands og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra.
     Verðlagsár er tímabilið frá 1. september til 31. ágúst árið eftir. Þó getur landbúnaðarráðherra ákveðið, að fenginni umsögn Framleiðsluráðs landbúnaðarins, að verðlagsár fylgi almanaksári.

2. gr.


    4. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Þá skipar stjórn Stéttarsambands bænda tvo menn í Framleiðsluráð, einn samkvæmt tilnefningu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og einn sam kvæmt tilnefningu Landssamtaka sláturleyfishafa í landinu.

3. gr.


    1. málsl. 5. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Framleiðsluráð kýs úr sínum hópi aðal- og varamenn í framkvæmdanefnd.

4. gr.


    Í 2. mgr. 7. gr. laganna breytist „Búreikningastofu landbúnaðarins“ í „Hagþjónustu landbúnaðarins“.

5. gr.


    Í 1. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna breytist „Búreikningastofa landbúnaðarins“ í „Hagþjónusta landbúnaðarins“ og í 4. málsl. 2. mgr. 11. gr. og í 3. málsl. 3. mgr. 11. gr. laganna breytist „Búreikningastofu landbúnaðarins“ í „Hagþjónustu landbúnaðarins“.

6. gr.


    Við 19. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr., svohljóðandi:
     Frá 1. janúar 1993 er heimilt að innheimta flutningsjöfnunargjald sem getur numið allt að 1% af heildsöluverði allra mjólkurafurða. Tekjum af gjaldi þessu skal varið til að jafna flutningskostnað af mjólk og til að veita rekstrarstyrki til einstakra búa. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um innheimtu og greiðslu flutningsjöfnunargjalda. Innheimta í Verðmiðlunarsjóð mjólkur skal frá 1. janúar 1993 miðast við ofangreint flutningsjöfnunargjald og að uppfylla skuld bindingar samkvæmt stafliðum B, C og D í ákvæðum til bráðabirgða.

7. gr.


    20. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Landbúnaðarráðherra getur heimilað innheimtu verðskerðingargjalds af þeim afurðum sem lög þessi ná til. Það dregst af verði til framleiðenda. Gjald þetta má að hámarki nema 5% af afurðaverði til framleiðenda og skal tekjum af því varið til markaðsaðgerða innan lands eða utan. Innheimta gjaldsins er háð því að aðalfundur Stéttarsambands bænda hafi óskað eftir töku þess nema um sé að ræða gjaldtöku til að leiðrétta birgðastöðu skv. 44. eða 51. gr.

8. gr.


    21. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Landbúnaðarráðherra getur heimilað innheimtu allt að 5% verðskerðingargjalds af úrvinnslu og heildsölukostnaði afurðastöðva í sama skyni og 20. gr. kveður á um, enda liggi fyrir ósk um gjaldtöku frá landssamtökum viðkomandi afurðastöðva nema um sé að ræða gjaldtöku til að leið rétta birgðastöðu skv. 44. eða 51. gr.

9. gr.


    1. málsl. 1. mgr. 29. gr. laganna orðast svo: Nú er ákveðið það magn búvöru sem hverjum fram leiðanda eru tryggðar beinar greiðslur fyrir samkvæmt heimild í 30. gr. og verð hennar til framleið anda er ákveðið skv. 8. gr. og er þá afurðastöð skylt að greiða framleiðanda fullt verð innan greiðslu marks samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli á innleggsdegi, sbr. þó 22. gr., fyrir búvörur, aðrar en þær sauðfjárafurðir sem lagðar eru inn í haustsláturtíð, 1. sept. til 30. nóv.

10. gr.


    Í 1. tölul. 1. mgr. 29. gr. laganna breytist dagsetningin „15. október“ í: 25. október.

11. gr.


    Við 2. mgr. 29. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt er Stéttarsambandi bænda, að fengnu samþykki aðalfundar þess, heimilt að semja við afurðastöðvar um umsýsluvið skipti með einstakar afurðir.

12. gr.


    4. mgr. 29. gr. laganna orðast svo:
     Um greiðsluskyldu afurðastöðva fyrir innlegg umfram greiðslumark, en innan efri marka þess, fer eftir gildandi samningum landbúnaðarráðherra og Stéttarsambands bænda skv. a-lið 30. gr.

13. gr.


    Á eftir 5. mgr. 29. gr. laganna kemur ný málsgrein er verður 6. mgr., svohljóðandi:
     Taki mjólkursamlag við mjólk umfram greiðslumark framleiðanda sem verður utan heildar greiðslumarks við lokauppgjör skal samsvarandi magn mjólkurafurða markaðsfært erlendis á ábyrgð mjólkursamlags og framleiðanda. Framleiðsluráð landbúnaðarins getur þó heimilað sölu þeirra innan lands ef framleiðsla verður minni en sala og birgðastaða gefur tilefni til. Landbúnaðarráðherra setur reglur um uppgjör og verðskerðingu vegna mjólkur umfram greiðslumark.

14. gr.


    6. mgr. 29. gr. laganna orðast svo:
     Hafi verið tekin ákvörðun um verðskerðingu skv. 20.–21. gr. er afurðastöð skylt að halda henni eftir við uppgjör og standa Framleiðsluráði landbúnaðarins skil á hinu innheimta verðskerðingarfé.

15. gr.


    2. mgr. a-liðar og b-liður 30. gr. laganna falla brott og breytist stafliðaröð í greininni til samræm is við það.

16. gr.


    31. gr. laganna fellur brott.

17. gr.


    Við 39. gr. laganna, sbr. a-lið 7. gr. laga nr. 5/1992, bætist ný málsgrein er verður 7. mgr., svohljóðandi:
     Greiðslur vegna niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða skulu greiddar hand hafa réttar til beinna greiðslna á lögbýlinu vegna framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1993–1994 samkvæmt skrám Framleiðsluráðs landbúnaðarins 31. janúar 1993. Þetta gildir þó ekki ef gert er samkomulag á milli ábúanda og eiganda lögbýlis, þegar ekki er um sömu aðila að ræða, um annan hátt á greiðslum, enda berist tilkynning þess efnis til landbúnaðarráðuneytisins fyrir 31. janúar 1993.

18. gr.


    Við 41. gr. laganna, sbr. c-lið 7. gr. laga nr. 5/1992, bætist ný málsgrein er verður 7. mgr., svohljóðandi:
     Nýti rétthafi greiðslumarks það ekki til framleiðslu að neinu leyti í full tvö ár er landbúnaðarráð herra heimilt að fella það niður, enda sé viðkomandi rétthafa tilkynnt um það, gefinn kostur á að leggja greiðslumarkið inn til geymslu og hann hafi staðfest samþykki sitt við þessari ráðstöfun.

19. gr.


    2. og 3. málsl. 1. mgr. 44. gr. laganna, sbr. f-lið 7. gr. laga nr. 5/1992, verða svohljóðandi: Verði birgðir kindakjöts í lok verðlagsárs umfram þriggja vikna sölu skulu þær markaðsfærðar innan lands eða utan með markaðsstuðningi sem kostaður skal með innheimtu verðskerðingar, sbr. 20. og 21. gr., hjá framleiðendum kindakjöts og afurðastöðvum við slátrun og innlegg á því verðlagsári sem birgðirnar verða markaðsfærðar. Framleiðsluráð landbúnaðarins ákveður, að höfðu samráði við samtök sauðfjárframleiðenda og afurðastöðva, hvernig birgðunum skuli ráðstafað og er afurða stöðvum, framleiðendum og öðrum sem kunna að eiga umrætt kjöt skylt að lúta ákvörðun Fram leiðsluráðs.

20. gr.


    Á eftir IX. kafla laganna kemur nýr kafli, sem verður X. kafli, með fyrirsögninni: Um aðlögun og stjórn framleiðslu mjólkur 1992–1998, og breytist kafla- og greinatala í lögunum til samræmis við það, sbr. 7. gr. laga nr. 5/1992. Kaflinn orðast svo:

a. (47. gr.)
     Heildargreiðslumark mjólkur er tiltekið magn mjólkur, mælt í lítrum, sem beinar greiðslur ríkis sjóðs miðast við. Heildargreiðslumark skiptist í greiðslumark lögbýla. Það skal endanlega ákveðið þremur mánuðum fyrir upphaf verðlagsárs vegna framleiðslu næsta verðlagsárs, en verður 100 milljónir lítra verðlagsárið 1992–1993, að lokinni aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur að innanlandsmarkaði. Heimilt er að færa niður heildargreiðslumark mjólkur haustið 1993 eða síðar vegna endurkomu fullvirðisréttar sem leigður hefur verið Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Um greiðslur fyrir niðurfærslu fullvirðisréttar til samræmis við úthlutað greiðslumark fer eftir samning um skv. a-lið 30. gr.
     Við ákvörðun þess skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöð und anfarandi tólf mánaða tímabil og áætlun Framleiðsluráðs landbúnaðarins fyrir komandi ár að teknu tilliti til birgða.
     Landbúnaðarráðherra skal, að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, ákveða heild argreiðslumark fyrir hvert verðlagsár og setja í reglugerð nánari ákvæði um skiptingu í greiðslu mark lögbýla.

b. (48. gr.)
     Greiðslumark skal bundið við lögbýli. Framleiðsluráð landbúnaðarins skal halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beinna greiðslna samkvæmt því. Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi. Þó er heimilt, þegar um fleiri sjálfstæða rekstrarað ila er að ræða sem standa að búinu, að skrá þá sérstaklega.
     Greiðslumark hvers lögbýlis fyrir verðlagsárið 1992–1993 skal vera jafnt fullvirðisrétti þess eins og hann er að lokinni aðlögun hans að innanlandsmarkaði haustið 1992.
     Greiðslumark þaðan í frá breytist í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki. Greiðslumark lögbýlis breytist ekki þótt innlegg þess í afurðastöð fari umfram greiðslumarkið.
     Nýti rétthafi greiðslumarks það ekki til framleiðslu að neinu leyti í full tvö ár er landbúnaðarráð herra heimilt að fella það niður, enda sé viðkomandi rétthafa tilkynnt um það, gefinn kostur á að leggja greiðslumarkið inn til geymslu og hann hafi staðfest samþykki sitt við þessari ráðstöfun.

c. (49. gr.)
     Heimil eru aðilaskipti greiðslumarks á milli lögbýla, enda séu uppfyllt skilyrði þau sem ráðherra setur í reglugerð. Heimilt er þar að kveða á um að sala greiðslumarks, sem framleiðandi hefur leigt Framleiðnisjóði eða öðrum framleiðanda, sé háð því að það hafi verið nýtt til innleggs á lögbýli leigusala í allt að tvö ár fyrir sölu.
     Slík aðilaskipti taka ekki gildi fyrr en staðfesting Framleiðsluráðs landbúnaðarins liggur fyrir. Sé ábúandi lögbýlis annar en eigandi þess þarf samþykki beggja fyrir aðilaskiptum að greiðslumarki frá lögbýli.
     Leiguliða er heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýlið á sama hátt og kveðið er á um í 2. mgr. 42. gr.
     Landbúnaðarráðherra setur nánari reglur um aðilaskipti með greiðslumark og skráningu þess.
d. (50. gr.)
     Bein greiðsla er framlag úr ríkissjóði til framleiðanda mjólkur og skal svara til 47,1% af fram leiðslukostnaði mjólkur samkvæmt verðlagsgrundvelli á innleggsdegi. Hún greiðist samkvæmt greiðslumarki hvers lögbýlis.
     Landbúnaðarráðherra skal að undangengnum samningum við Stéttarsamband bænda setja nán ari reglur um beinar greiðslur, m.a. um framkvæmd þeirra, greiðslutilhögun, fráviksmörk og ráð stöfun beinna greiðslna vegna ónýtts greiðslumarks. Heimilt er að ákveða misháar beinar greiðslur eftir árstímum.

e. (51. gr.)
     Framleiðsla innan heildargreiðslumarks skal notuð til að fullnægja þörfum innlenda markaðar ins. Verði birgðir mjólkurafurða í lok verðlagsárs of miklar að mati Framleiðsluráðs landbúnaðarins skulu þær markaðsfærðar innan lands eða utan með markaðsstuðningi sem kostaður skal með inn heimtu verðskerðingar, sbr. 20. og 21. gr. hjá mjólkurframleiðendum og mjólkursamlögum við inn legg á því verðlagsári sem birgðirnar verða markaðsfærðar. Framleiðsluráð landbúnaðarins ákveð ur, að höfðu samráði við samtök mjólkurframleiðenda og afurðastöðva, hvernig birgðunum skuli ráðstafað og er afurðastöðvum, framleiðendum og öðrum, sem kunna að eiga umræddar afurðir, skylt að lúta ákvörðun Framleiðsluráðs. Ákvæði 24., 26. og 27. gr. gilda um innheimtu verðskerð ingar.
     Þá er heimilt með samkomulagi landbúnaðarráðherra og Stéttarsambands bænda að ákveða sér staka lækkun á heildargreiðslumarki næsta verðlagsárs til að koma birgðastöðu í jafnvægi á allt að tveimur árum. Fjármununum, sem sparast vegna þessa, skal varið til söluátaks á birgðum innan lands.

f. (52. gr.)
     Ákvæði 45. gr. um úrskurðarnefnd gildir einnig um ágreining vegna ákvörðunar á greiðslumarki lögbýla samkvæmt þessum kafla.
     Allir þeir, sem hafa fullvirðisrétt/greiðslumark til ráðstöfunar eða hagnýtingar eða hafa með höndum framleiðslu mjólkur, eru háðir þeim breytingum á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.
     Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um aðlögun og stjórn framleiðslu mjólkur.

21. gr.


    56. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Framleiðsluráði landbúnaðarins og afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samkomu lag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara fyr ir innlendan og erlendan markað. Í slíku samkomulagi er heimilt að kveða á um verðtilfærslu til að jafna framlegð mismunandi framleiðslutegunda á milli mjólkurbúa. Fimmmannanefnd getur gripið inn í verðtilfærslu milli afurða telji hún það nauðsynlegt. Verðtilfærsla má aldrei verða hærri fjár hæð en sem svarar hráefnisverði hverrar afurðar. Samkomulagið öðlast ekki gildi fyrr en landbún aðarráðherra hefur staðfest það.

22. gr.


    Stafliðir A til K í ákvæðum til bráðabirgða falla brott og í stað þeirra koma:

A.


     Framleiðnisjóður landbúnaðarins skal bera kostnað við sölu á kindakjöti sem fellur til haustið 1992 vegna reglugerðar sem landbúnaðarráðherra setur skv. 5. mgr. 39. gr. laganna um mismunandi niðurfærslur eftir landsvæðum.

B.


     Heimilt er að verja á árinu 1993 allt að 250 milljónum króna úr Verðmiðlunarsjóði
mjólkur til að greiða fyrir niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur sem framkvæmd var 1. september 1992 og tók gildi frá og með verðlagsárinu 1992–1993. Framleiðnisjóður landbúnaðarins skal greiða fyrir niðurfærslu fullvirðisréttar að því marki sem fullvirðisréttur, sem leigður hef ur verið Framleiðnisjóði, er tekinn í notkun á ný verðlagsárið 1992–1993. Greiðsla vegna niðurfærslu skal vera 50 kr. fyrir hvern lítra mjólkur í fullvirðisrétti.
     Greiðslur vegna niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur skulu greiddar handhafa beinna greiðslna á lögbýlinu vegna framleiðslu mjólkur verðlagsárið 1992–1993 samkvæmt skrám Framleiðsluráðs landbúnaðarins 31. mars 1993. Þetta gildir þó ekki ef gert er samkomulag á milli ábúanda og eiganda lögbýlis, þegar ekki er um sömu aðila að ræða, um annan hátt á greiðslum, enda berist tilkynning þess efnis til landbúnaðarráðuneytisins fyrir 31. mars 1993.
     Þá skal Framleiðnisjóður bæta niðurfærslu sem nauðsynleg kann að verða vegna þess greiðslu marks (fullvirðisréttar) sem losnar úr leigu hjá sjóðnum verðlagsárið 1993–1994 eða síðar.

C.


     Heimilt er að verja á árunum 1993–1995 allt að 450 milljónum króna úr Verðmiðlunarsjóði mjólkur til að styrkja úreldingu mjólkurbúa eða hagræðingu í mjólkuriðnaði samkvæmt sérstökum reglum sem landbúnaðarráðherra setur.
     Heimilt er að veita styrki til búháttabreytinga af ofangreindri fjárhæð á búum sem liggja fjarri afurðastöð og til búa þar sem flutningskostnaður vex verulega vegna úreldingar mjólkurbús.

D.


     Heimilt er á árinu 1993 að verja allt að 175 milljónum króna úr Verðmiðlunarsjóði mjólkur til að standa straum af hluta kostnaðar við niðurgreiðslu á birgðum mjólkurvara sem til staðar verða í árslok 1992.

E.


     Fram til 31. ágúst 1993 skal tilkynna viðkomandi búnaðarsambandi ef selja á greiðslumark til framleiðslu mjólkur út af svæði þess. Þá skulu aðrir bændur á búnaðarsambandssvæðinu eiga for kaupsrétt að greiðslumarkinu í fjórar vikur eftir að tilkynning um sölu berst til búnaðarsambands. Sé forkaupsréttar neytt skal andvirði greiðslumarksins staðgreitt eða fullnægjandi trygging sett að mati seljanda.

F.


     Á verðlagsárinu 1992–1993 skulu beinar greiðslur til framleiðenda mjólkur á lögbýlum miðast við þann hluta greiðslumarks sem ónotaður er 1. janúar 1993.

23. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga þessara um greiðslumark og beinar greiðslur ríkis sjóðs til framleiðenda mjólkur og sauðfjárafurða á lögbýlum falla úr gildi 31. ágúst 1998 nema samningur hafi verið gerður á grundvelli a-liðar 30. gr.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið að tilhlutan landbúnaðarráðherra. Hefur verið unnið að gerð þess í land búnaðarráðuneytinu og haft samráð við Stéttarsamband bænda, en tilgangur frumvarpsins er eink um sá að gera nauðsynlegar lagabreytingar í framhaldi af samningi landbúnaðarráðherra og Stéttar sambands bænda um stjórnun mjólkurframleiðslu. Samningurinn var undirritaður 16. ágúst 1992 og gerður á grundvelli 7. gr. í svokölluðum búvörusamningi sem undirritaður var 11. mars 1991 og a-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1985, sbr. 6. gr. laga nr. 5/1992. Gildistími samningsins er 1. sept ember 1992 til 31. ágúst 1998, nema um annað verði samið. Um efni samningsins vísast til fskj. I með frumvarpi þessu.
     Af hálfu Stéttarsambands bænda var samningur um stjórn mjólkurframleiðslunnar undirritaður með fyrirvara um samþykki aðalfundar þess, en þar var hann samþykktur 28. ágúst sl. Af hálfu ríkis stjórnar Íslands var samningurinn undirritaður af landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra með fyr irvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis. Með frumvarpi þessu er lagt til að gerðar verði nauðsynlegar lagabreytingar vegna þessa samnings.
     Í athugasemdum með frumvarpi til breytinga á búvörulögum, sem lagt var fram á Alþingi sl. vet ur, kom fram að stefnt væri að því að taka búvörulögin til heildarendurskoðunar og leggja fram frumvarp þess efnis haustið 1992. Á því verður hins vegar einhver dráttur, m.a. vegna þess að svokölluð sjömannanefnd hefur ekki skilað lokaskýrslu sinni sem höfð yrði til hliðsjónar við heild arendurskoðun búvörulaga.
     Helstu breytingar, sem felast í samningi um stjórnun mjólkurframleiðslu, eru einkum:

Útflutningsbætur eru felldar niður.


    
Ein stærsta breytingin er sú að stuðningi ríkissjóðs við útflutning mjólkurvara er hætt
frá og með 1. september 1992 vegna afurða sem framleiddar eru eftir þann tíma. Ríkissjóður ábyrgist að birgðir mjólkurvara 1. september 1992 verði ekki umfram ígildi 16 milljóna lítra mjólk ur.

Verðábyrgð ríkissjóðs er felld niður.


    
Horfið er frá verðábyrgð ríkissjóðs á umsömdu ákveðnu magni mjólkur með samningi um stjórnun mjólkurframleiðslunnar sem felur í sér beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda mjólkur á lögbýlum. Framleiðsla eftir 1. september 1992 er því á ábyrgð framleiðenda og afurðastöðva.

Beinar greiðslur til bænda koma í stað niðurgreiðslna.


    
Í stað niðurgreiðslna á heildsölustigi koma nú beinar greiðslur til bænda. Núverandi
fyrirkomulag á niðurgreiðslum fellur niður á verði mjólkur sem framleidd er eftir 1. janúar 1993. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að þessi breyting hafi áhrif á sérstakar niðurgreiðslur fjármálaráðu neytis á hluta virðisaukaskatts. Beinar greiðslur til mjólkurframleiðenda hefjast vegna framleiðslu eftir 1. janúar 1993.
     Beinar greiðslur til bænda greiðast út á greiðslumark sem ákveðið verður árlega og byggist á neyslu innlendra mjólkurvara hér á landi. Bændur, sem hafa haft fullvirðisrétt í núverandi kerfi, fá hlutfallslegan rétt miðað við innanlandsneyslu. Réttur þeirra til beinna greiðslna nefnist greiðslu mark og er mælt í lítrum mjólkur. Heildargreiðslumark hækkar eða lækkar í samræmi við breytingar á innanlandsneyslu mjólkurvara eftir vissum reglum. Meginatriðið er að heildargreiðslumark er tengt innanlandsmarkaði. Verði framleiðsla mjólkurvara eitthvert ár umfram sölu þannig að birgðir aukast kemur mismunur til lækkunar heildargreiðslumarki næsta árs og öfugt. Bændum verða heim iluð aðilaskipti að greiðslumarki sem ætti að stuðla að hagræðingu í greininni og auðvelda búhátta breytingar. Afurðaverð mjólkur til framleiðenda verður eftir þessar breytingar þeim mun lægra sem beinum greiðslum nemur en þeim er ætlað að svara til 47,1% af framleiðslukostnaði mjólkur.

Ákvörðun afurðaverðs.


    
Gert er ráð fyrir að byggt verði áfram á núverandi verðlagningarkerfi. Í samningnum er þó gert ráð fyrir að verðlagningarkerfi mjólkurafurða verði endurskoðað fyrir árslok 1994.

Brottfall verðmiðlunar og flutningsjöfnun.


    
Samkvæmt 19. gr. búvörulaga nr. 46/1985 skal innheimta verðmiðlunargjald af heildsöluverði mjólkur að hámarki 5,5% og er því varið til þess að jafna afkomu mjólkursamlaga og gera kleift að greiða framleiðendum sama verð fyrir sams konar búvörur. Í dag er verðmiðlunargjald 2,77 kr. á lítra eða 3,91% af óniðurgreiddu heildsöluverði án verðtilfærslu og verðmiðlunargjalda. Þetta sam svarar um það bil 280 milljóna króna innheimtu á ári miðað við 100 milljóna lítra framleiðslu. Um verðmiðlun vísast að öðru leyti í kafla 5 í fskj. II.
     Í frumvarpinu er lagt til að fallið verði frá innheimtu verðmiðlunargjalda 31. desember 1992, en þó verði gjöldin innheimt lengur að því marki sem nauðsynlegt er til að uppfylla skuldbindingar Verðmiðlunarsjóðs um greiðslu allt að 250 milljónum króna fyrir niðurfærslu fullvirðisréttar og allt að 450 milljónum króna til að styrkja úreldingu mjólkurbúa eða hagræðingu í mjólkuriðnaði.
     Þá er gert ráð fyrir að í stað verðmiðlunargjalda komi flutningsjöfnunargjald til að jafna flutn ingskostnað af mjólk og veita rekstrarstyrki til einstakra búa og geti það numið allt að 1% af heild söluverði allra mjólkurafurða.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er lagt til að gerð verði breyting á orðskýringum sem komu inn í lögin með 1. gr. laga nr. 5/1992, en þar voru hugtökin einungis skýrð með tilliti til framleiðslu sauðfjárafurða einna. Bætt hefur verið inn í orðskýringar atriðum sem snerta framleiðslu mjólkur.
     Þá er kveðið á um að landbúnaðarráðherra geti ákveðið að verðlagsár fylgi almanaksári.

Um 2. gr.


    Breytingin, sem felst í þessari grein, er sú að í stað félagsráðs Osta- og smjörsölunnar, sem hefur verið lagt niður, skulu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði tilnefna einn mann í Framleiðsluráð landbúnaðarins. Jafnframt skulu landssamtök sláturleyfishafa tilnefna einn, en áður skyldu allir sláturleyfishafar í landinu gera það. Við lagasetninguna 1985 voru heildarsamtök þessara aðila ekki til staðar.

Um 3. gr.


    Í gildandi lögum er ákvæði um fimm manna framkvæmdanefnd Framleiðsluráðs og jafnmarga til vara. Breytingin felst í að binda ekki þessa tölu.

Um 4. gr.


    Með lögum nr. 63/1989 var Búreikningastofa landbúnaðarins lögð niður og við hlutverki hennar tók Hagþjónusta landbúnaðarins.

Um 5. gr.


    Sjá 4. gr.

Um 6. gr.


    Í áliti sjömannanefndar er lagt til að verðmiðlun milli mjólkurbúa verði afnumin, en einungis heimiluð flutningsjöfnun á mjólk, ýmist að afurðastöð eða frá afurðastöð á markað. Jafnframt er gert ráð fyrir að heimilt verði að veita rekstrarstyrki til einstakra mjólkurbúa sem hagkvæmt þykir eða rétt að starfrækja af landfræðilegum ástæðum en ekki hafa sjálfstæðan rekstrargrundvöll. Heildar innheimta gjalds í þessu skyni nemi að hámarki 1% af heildsöluverði mjólkurafurða. Grein þessi er í samræmi við ofangreindar tillögur.

Um 7. gr.


    Ákvæði þessarar greinar er í samræmi við grein 6.2. og bókun IX í samningi um stjórnun mjólk urframleiðslu. Hér er kveðið á um heimild til landbúnaðarráðherra til að ákveða innheimtu allt að 5% verðskerðingargjalds af afurðum sem lögin taka til. Skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins er að fyrir liggi ósk þess efnis frá aðalfundi Stéttarsambands bænda. Gert er ráð fyrir að hámark gjaldsins verði 5% af afurðaverði til framleiðenda frá afurðastöð.
     Gjaldtaka þessi er hugsuð til að gefa framleiðendum svigrúm til markaðsaðgerða ef þeir telja nauðsyn á, hvort heldur er til sölu innan lands eða á erlendum mörkuðum ef óhjákvæmilegt er. Heimildin hér kemur og í stað hliðstæðrar heimildar í f-lið 7. gr. laga nr. 5/1992, en þar á hún ein ungis við kindakjöt og er bundin því að birgðir þess hafi aukist umfram tiltekið magn á liðnu verð lagsári.

Um 8. gr.


    Hér er um að ræða heimild til sams konar gjaldtöku af úrvinnslu- og heildsöluliðum afurða stöðva og 7. gr. gerir ráð fyrir af verði til bænda. Eðlilegt þykir að afurðastöðvarnar deili ábyrgð með bændum þegar um nauðsynlegar markaðsaðgerðir er að ræða. Á sama hátt og í 7. gr. er gert ráð fyrir að samtök afurðastöðva þurfi að leita eftir við ráðherra að heimildinni sé beitt, nema í þeim til vikum þegar verið er að losa um umframbirgðir síðasta árs.

Um 9. gr.


    Hér er um tvær breytingar að ræða á 1. málsl. þessarar greinar. Í staðinn fyrir „tryggt fullt verð fyrir“ kemur: tryggðar beinar greiðslur fyrir, sem er vegna þess að verðábyrgðin fellur niður, en beinar greiðslur koma í staðinn. Þá er bætt inn um greiðsluskyldu afurðastöðva að skylda þeirra til að greiða fullt verð miðist við afurðir innan greiðslumarks.

Um 10. gr.


    Þessi grein gerir ráð fyrir að frumgreiðsla fyrir sauðfjárafurðir skuli greidd í síðasta lagi 25. október í stað 15. október. Núverandi ákvæði veldur erfiðleikum í framkvæmd, m.a. vegna af greiðslu afurðalána. Fyrri dagsetningin þykir ekki raunhæf.

Um 11. gr.


    Hér er gert ráð fyrir að þrátt fyrir hina almennu staðgreiðsluskyldu laganna sé Stéttarsambandi bænda heimilt að semja við afurðastöðvar um annan greiðslumáta fyrir tilteknar afurðir. Annað þyk ir ekki fært þegar verðábyrgð ríkisins fellur niður.

Um 12. gr.


    Gildandi lög kveða á um að greiðsluskylda afurðastöðva nái að efri mörkum greiðslumarks sem er í samræmi við ákvæði búvörusamnings frá 11. mars 1991 um kindakjöt. Í samningi um mjólkur framleiðsluna eru öðruvísi ákvæði og því er sú breyting gerð til einföldunar að vísa til ofannefndra samninga varðandi greiðslur fyrir afurðir umfram greiðslumark en innan efri marka þess. Eðlilegt er að unnt sé að breyta slíkum samningsákvæðum án þess að lagabreytingu þurfi til.
     Þá er fellt niður úr greininni þar sem segir: „Sama gildir um slátur, gærur og ull vegna þessarar framleiðslu“.

Um 13. gr.


    Hér er um að ræða hliðstætt ákvæði um mjólk og er í 5. mgr. 29. gr. um kindakjöt. Þó er ekki gert ráð fyrir að framleiðandi þurfi sérstaklega að semja fyrir fram um innlegg umfram efri mörk, heldur ráðist greiðslur fyrir slíkt innlegg af lokauppgjöri fyrir landið og hvort það fellur innan eða utan heildargreiðslumarks.

Um 14. gr.


    Þessi breyting er gerð til samræmis við 7. og 8. gr. frumvarpsins og felur ekki í sér aðrar efnis breytingar en þar hafa verið skýrðar.

Um 15. gr.


    Hér er numið úr gildi ákvæði um að ríkissjóður skuli greiða framleiðendum mismun á fullu verði og því verði sem fæst við sölu búvara erlendis þar sem samið hefur verið um afnám útflutningsbóta. Þá er b-liður greinarinnar úreltur eftir að samið hefur verið um breytt fyrirkomulag framleiðslu stjórnunar og verðábyrgð felld niður.

Um 16. gr.


    Með breytingu á lögum nr. 5/1992 var kveðið á um skipan úrskurðarnefndar sem leysir af hólmi nefnd skv. 31. gr. og frumvarp þetta gerir ráð fyrir að fjalli jafnframt um ágreining varðandi greiðslumark til mjólkurframleiðslu, sbr. f-lið 20. gr. frumvarpsins.

Um 17. gr.


    Í viðauka I með búvörusamningi frá 11. mars 1991 er kveðið á um niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að því marki sem kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti nægja ekki til að ná settum markmiðum um aðlögun að innanlandsmarkaði. Gert er ráð fyrir að niðurfærslan verði í tveimur áföngum, þ.e. fyrri niðurfærsla haustið 1991 og seinni niðurfærsla haustið 1992. Kveðið er á um greiðslur fyrir niðurfærslu, þ.e. 450 kr. á kg í þeirri fyrri og 380 kr. í þeirri seinni. Niður færslan var mjög mismunandi eftir búmarkssvæðum, á bilinu 1,35–27,9%, einkum vegna þess hve mismikið var selt af fullvirðisréttinum til ríkissjóðs. Greiðslur vegna niðurfærslunnar á að inna af hendi í janúar 1993, sbr. 4. tölul. í viðauka I. Í niðurfærslu fullvirðisréttar felst fyrst og fremst tekju tap og skerðing á afkomumöguleikum framleiðandans, þ.e. ábúandans á lögbýlinu.
     Hér er lagt til að bætur vegna niðurfærslu fullvirðisréttar verði greiddar handhafa réttar til beinna greiðslna samkvæmt skrám Framleiðsluráðs landbúnaðarins 31. janúar 1993 sem í flestum tilfellum er jafnframt ábúandi og eigandi lögbýlisins og eigandi bústofnsins. Sama gildir þegar lögbýli er í leiguábúð, en hins vegar geta ábúandi og eigandi lögbýlisins komið sér saman um annan greiðslu hátt og tilkynnt landbúnaðarráðuneytinu um það fyrir 31. janúar 1993.

Um 18. gr.


    Greinin þarfnast ekki nánari skýringar.

Um 19. gr.


    Sú breyting, sem hér um ræðir, er til samræmis við 7. og 8. gr. frumvarpsins og vísast til skýringa með þeim.

Um 20. gr. a. (47. gr.)


     Heildargreiðslumark mjólkur er það magn mjólkur sem beinar greiðslur ríkissjóðs til
bænda miðast við. Hér er mælt fyrir um hvernig það er ákveðið og lagt til að það verði 100 milljónir lítra á verðlagsárinu 1992–1993. Það er sala á innanlandsmarkaði sem heildargreiðslumarkið ræðst fyrst og fremst af. Minni sala og auknar birgðir mjólkurvara koma til lækkunar á heildargreiðslu marki næsta árs og aukin sala til hækkunar á því. Heildargreiðslumark skiptist í greiðslumark lög býla, en greiðslumark lögbýla á verðlagsárinu 1992–1993 er ákveðið skv. b-lið 20. gr. frumvarpsins. Miðað er við að sá sem skráður er fyrir greiðslumarki lögbýlis fái beinar greiðslur úr ríkissjóði er nemi 47,1% af framleiðslukostnaði mjólkur.

Um 20. gr. b. (48. gr.)


     Heildargreiðslumarkið skiptist í greiðslumark lögbýla. Það er því forsenda fyrir beinum greiðsl um ríkissjóðs að framleiðslan fari fram á lögbýlum.
     Í greiðslumarki lögbýla felst í raun að lögbýlið öðlast hlutdeild í markaði mjólkurvara innan lands og hlutdeild í fjárframlagi sem ríkissjóður leggur fram til að tryggja framleiðendum að hluta fullt verð fyrir framleiðsluna. Í hugtakinu felst því ekki framleiðsluheimild eða framleiðsluréttur vegna þess að ekkert stendur í vegi fyrir því samkvæmt búvörulögum eftir 1. september 1992 að framleiðendur og/eða afurðastöðvar geri samning um útflutning á framleiðslu sem er umfram greiðslumark lögbýla eða framleiðslu þeirra sem ekki hafa greiðslumark.
     Samkvæmt 1. mgr. er við það miðað að greiðslumark verði bundið við lögbýli og telst því þeim einum til hagnýtingar eða ráðstöfunar sem er eigandi lögbýlis eða hefur heimild hans til að nýta lög býlið. Miðað er við að leiguliði á lögbýli hafi rétt til að hagnýta sér greiðslumarkið til innleggs og beinna greiðslna. Ef í gildi er ábúðarsamningur um lögbýlið er hvorum um sig, eiganda eða ábú anda, óheimilt á grundvelli hans að ráðstafa greiðslumarki lögbýlisins til annars lögbýlis. Á því er byggt að almenna reglan verði sú að aðeins einn aðili verði skráður handhafi beinna greiðslna á hverju lögbýli.
     Að lokinni aðlögun fullvirðisréttar að innanlandsmarkaði breytist greiðslumark lögbýla ár frá ári í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki og með hliðsjón af aðilaskiptum að greiðslu marki.

Um 20. gr. c. (49. gr.)


     Ákvæði þessarar greinar er í samræmi við 4.2. í samningnum. Hér er kveðið á um að
heimilt verði að hafa aðilaskipti að greiðslumarki á milli lögbýla með þeim skilyrðum sem ráðherra kann að setja í reglugerð. Þau taka ekki gildi fyrr en staðfesting Framleiðsluráðs landbúnaðarins liggur fyrir, en það verður að gæta allra formreglna um aðilaskiptin sem lög og reglugerðir kveða á um, svo sem að aflað hafi verið samþykkis allra hlutaðeigandi aðila, eiganda og ábúanda lögbýlis ins eftir því sem við á. Ekki er gert ráð fyrir því að heimiluð verði afnot (leiga) á greiðslumarki held ur þurfi þar að vera um að ræða varanlegt framsal. Ákvæði þessarar greinar þarfnast ekki frekari skýringa.

Um 20. gr. d. (50. gr.)


     Hér er kveðið á um beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda mjólkur á lögbýlum og
er viðmiðun þeirra 47,1% af framleiðslukostnaði mjólkur miðað við greiðslumark lögbýlisins.
     Beinum greiðslum er ætlað að koma í stað niðurgreiðslna á mjólkurvörum og er tilgangur þeirra einkum sá að lækka vöruverð til neytenda og að vera nokkurs konar afkomutrygging fyrir mjólkur bændur og tryggja með því búsetu í sveitum landsins.
     Beinar greiðslur eru framlag úr ríkissjóði en ekki greiðsla fyrir afurðir og er því miðað við að virðisaukaskattur leggist ekki á þær. Beinar greiðslur skulu nema 47,1% af framleiðslukostnaði mjólkur og koma til lækkunar á afurðaverði til framleiðenda við gerð verðlagsgrundvallar.

Um 20. gr. e. (51. gr.)


     Hér vísast til skýringa með 7. og 8. gr. frumvvarpsins.

Um 20. gr. f. (52. gr.)


     Hér er kveðið á um að sama úrskurðarnefnd og starfar skv. 45. gr., sbr. g-lið 7. gr.
laga nr. 5/1992, fjalli einnig um ágreining vegna greiðslumarks lögbýlis til framleiðslu mjólkur.
     Í 1. mgr. er kveðið á um að allir þeir, sem hafa fullvirðisrétt/greiðslumark til framleiðslu mjólkur til ráðstöfunar eða hagnýtingar eða hafa með höndum framleiðslu mjólkur, séu háðir þeim breyting um á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér. Allir þessir aðilar verða því að lúta þeim breyting um sem felast í niðurfærslu fullvirðisréttar og breytingu á honum í greiðslumark.

Um 21. gr.


    Grein þessi er til breytinga á 56. gr. gildandi laga sem kveður á um skyldu Framleiðsluráðs og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að gera með sér verkaskiptasamkomulag.
     Breytingin felst í því að afurðastöðvum verði nú frjálst hvort þær skipta með sér verkum við framleiðslu eða starfa algerlega sjálfstætt. Geri þær með sér samkomulag um verkaskiptingu verði jafnframt heimilt að beita verðtilfærslu, að ákveðnu hámarki þó, til að jafna framlegð mismunandi framleiðslutegunda.
     Þessi breyting er í samræmi við álit sjömannanefndar, þar sem áhersla er lögð á að afurðastöðv um skuli vera frjáls aðild að verðtilfærslu. Í ljósi þess að vænta má erlendrar samkeppni við mjólkuriðnaðinn þykir þó eðlilegt að afurðastöðvarnar hafi áfram möguleika á að starfa saman, ef þær svo kjósa, til að styrkja samkeppnisstöðu sína.

Um 22. gr.


    Ákvæði til bráðabirgða í gildandi lögum eru nú öll úrelt utan stafliður I, sbr. lög nr. 5/1992, sem hér er tekinn upp sem stafliður A.

Um A.


     Þetta ákvæði er það sama og bætt var inn í ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 5/1992.

Um B.


     Ákvæði þetta er í samræmi við grein 1.5. í viðauka I í samningi um stjórnun mjólkurframleiðslu og grein 9.2 í áfangaskýrslu sjömannanefndar um mjólkurframleiðslu. Vegna aðlögunar mjólkur framleiðslu að innanlandsmarkaði var fullvirðisréttur allra framleiðenda til framleiðslu mjólkur færður niður um 4,4% haustið 1992. Samanlagt greiðslumark sem heimilt er að nýta til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 1992–1993 er 100 milljónir lítra. Auk þess eru um 2,5 milljónir lítra bundnar í leigu hjá Framleiðnisjóði og er gert ráð fyrir að hluti þess réttar komi inn í framleiðslu aftur og á þá að færa niður greiðslumark lögbýla aftur vegna endurkomu slíks réttar ef nauðsynlegt reynist með hliðsjón af innanlandsmarkaði mjólkur.
     Í a-lið 1. mgr. 20. gr. frumvarpsins er kveðið á um aðlögun fullvirðisréttar að innanlandsmark aði, þ.e. niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur og í samningi um stjórnun mjólkurfram leiðslu frá 16. ágúst 1992, grein 1.4. í viðauka I, er kveðið á um að bætur vegna niðurfærslu skuli vera 50 kr. á hvern lítra og greiðast 31. mars 1993 úr Verðmiðlunarsjóði mjólkur. Í niðurfærslu full virðisréttar felst fyrst og fremst tekjutap og skerðing á afkomumöguleikum framleiðandans, þ.e. ábúandans á lögbýlinu.
     Hér er lagt til að bætur vegna niðurfærslu fullvirðisréttar haustið 1992 verði greiddar handhafa réttar til beinna greiðslna á lögbýlinu samkvæmt skrám Framleiðsluráðs landbúnaðarins 31. mars 1993 sem í flestum tilfellum er jafnframt ábúandi og eigandi lögbýlisins og eigandi bústofnsins. Sama gildir þegar lögbýlið er í leiguábúð, en hins vegar geta ábúandi og eigandi lögbýlisins komið sér saman um annan greiðsluhátt og tilkynnt landbúnaðarráðuneytinu um það fyrir 31. mars 1993.

Um C.


     Ákvæði þetta er í samræmi við grein 9.3 í áfangaskýrslu sjömannanefndar um mjólkurfram leiðslu og bókun I, VII og VIII í samningi um mjólkurframleiðslu.

Um D.


     Með því að niðurgreiðslur leggjast af um næstu áramót og við taka beinar greiðslur til bænda verða eftir óniðurgreiddar birgðir sem áætlað er að samsvari 12–14 milljónum lítra mjólkur. Ríkissjóður þarf samkvæmt áætlun að leggja fram u.þ.b. 350 m.kr. til að ljúka niðurgreiðslu birgðanna. Í fjárlagafrumvarpi 1993 er við það miðað að skipta þessum greiðslum á tvö ár og fjármagna helm inginn með greiðslu úr Verðmiðlunarsjóði mjólkur sem gert er ráð fyrir að endurgreiðist á árinu 1994.

Um E.


     Ákvæði þetta er í samræmi við grein 4.3. í samningi um mjólkurframleiðsluna frá 16. ágúst 1992.

Um F.


     Þetta ákvæði er sett inn til að taka af öll tvímæli um að beinar greiðslur vegna janúar til ágúst 1993 skuli miðast við þann hluta greiðslumarks verðlagsársins 1992–1993 sem óráðstafað er um áramót.



Fylgiskjal I.

SAMNINGUR UM STJÓRNUN MJÓLKURFRAMLEIÐSLU.




(Tölvutækur texti ekki til.)





Fylgiskjal II.

Áfangaskýrsla sjömannanefndar um mjólkurframleiðslu.


(Maí 1992.)




(Tölvutækur texti ekki til.)




Fylgiskjal III.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu,


verðlagningu og sölu á búvörum.


    Með frumvarpi þessu eru gerðar nauðsynlegar lagabreytingar í framhaldi af undirritun samnings um stjórnun mjólkurframleiðslunnar frá 16. ágúst 1992 sem gerður var á grundvelli 7. gr. í svokölluðum búvörusamningi sem undirritaður var 11. mars 1991.
     Samningurinn frá 16. ágúst 1992 fjallar um stjórnun mjólkurframleiðslunnar frá 1. september 1992 til 31. ágúst 1998. Útgjöld ríkissjóðs vegna þessa samnings eru með þrennum hætti, þ.e. í fyrsta lagi beinar greiðslur til framleiðenda mjólkur á lögbýlum sem eiga að svara til 47,1% af fram leiðslukostnaði mjólkur samkvæmt verðlagsgrundvelli á innleggsdegi og hefjast 1. janúar 1993, í öðru lagi niðurgreiðslur á mjólkurvörum sem seldar eru á tímabilinu frá 1. september 1992 til 31. desember 1992 og í þriðja lagi uppgjör vegna birgða 1. janúar 1993. Þá er í bókun III gert ráð fyrir að til að koma á fót og styrkja afleysingar hjá kúabændum vegna töku orlofs og frídaga greiði ríkis sjóður 10 milljónir króna árið 1993, 12,5 milljónir króna árið 1994 og 15 milljónir króna árið 1995.
     Í viðauka I með samningnum um aðlögun fullvirðisréttar í mjólkurframleiðslu að innanlands markaði er kveðið á um greiðslur bóta úr Verðmiðlunarsjóði mjólkur til að greiða fyrir niðurfærslu fullvirðisréttar en 1. september 1992 var fullvirðisréttur færður niður um 4,4% til samræmis við um samið heildargreiðslumark mjólkur verðlagsárið 1992–1993, sbr. B-lið í ákvæðum til bráðabirgða.
     Í bókun I með samningnum er vikið að ráðstöfun fjármagns úr Verðmiðlunarsjóði til úreldingar mjólkurbúa og til styrkja vegna hagræðingar. Í bókun VII segir að mjólkurframleiðendur á jörðum, sem liggja fjarri afurðastöð eða jörðum sem eru úrleiðis, skuli eiga kost á framlagi úr Verðmiðlunar sjóði vegna úreldingar framleiðsluaðstöðu, sjá einnig bókun VIII, sbr. C-lið í ákvæðum til bráða birgða.
     Frumvarp þetta miðar fyrst og fremst að því að gera nauðsynlegar lagabreytingar vegna breyt inga sem felast í beinum greiðslum ríkissjóðs til framleiðenda mjólkur á lögbýlum á tímabilinu frá 1. janúar 1993 til 31. ágúst 1998 og jafnframt veita nauðsynlegar lagaheimildir til greiðslna úr Verð miðlunarsjóði mjólkur til ákveðinna verkefna samkvæmt samningnum. Að öðru leyti verða ákvæði samningsins um niðurgreiðslur mjólkurvara, uppgjör á birgðum mjólkur og greiðslur vegna afleys inga hjá kúabændum borin fyrir Alþingi með frumvarpi til fjárlaga og ráðast af samþykkt þeirra hverju sinni.
     Samkvæmt töflu 1 er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs í formi beinna greiðslna, niðurgreiðslna og uppgjörs birgða verði á árinu 1993 2.631 þús. kr. og fari síðan lækkandi. Útgjöld vegna beinna greiðslna ráðast annars vegar af því hvert verður heildargreiðslumark mjólkur hvers verðlagsárs og hins vegar af afurðaverði til framleiðenda. Miðað er við að heildargreiðslumark allra verðlagsár anna verði 100 milljónir lítra mjólkur. Þá er gert ráð fyrir að afurðaverð til framleiðenda taki þeim breytingum sem grein 5.1.2. í samningnum kveður á um, þ.e. að afurðaverð verði fært niður um 1% á árinu 1992, 2% á árinu 1993 og 2% á árinu 1994. Niðurgreiðslur falla niður frá og með febrúar 1993 og í staðinn koma beinar greiðslur til framleiðenda á lögbýlum. Í D-lið í ákvæðum til bráða birgða er kveðið á um að heimilt verði á árinu 1993 að verja allt að 175 milljónum króna úr Verð miðlunarsjóði mjólkur til greiðslu kostnaðar við niðurgreiðslu á birgðum mjólkurvara. Svokölluð staðgreiðslulán ríkissjóðs vegna mjólkurframleiðslu falla einnig niður og verður fjármögnun af urðastöðva til greiðslu afurðaverðs því að vera með öðrum hætti framvegis.
     Með 8. gr. laga nr. 5/1992 um breytingu á búvörulögum nr. 46/1985 var 36. gr. laga nr. 46/1985 felld úr gildi frá og með 1. september 1992, en hún kvað á um greiðslu útflutningsbóta. Útflutnings bætur á mjólkurafurðir féllu því niður frá 1. september 1992.


(Tafla mynduð.)