Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 373 . mál.


657. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um aukinn þátt bænda í landgræðslu og skógræktarstarfi.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hefur þátttaka bænda í landgræðslu og skógræktarstarfi verið aukin í samræmi við ályktun Alþingis frá 11. mars 1991?
    Ef svo er, hvaða verkefni hafa verið færð frá ríkisstofnunum til bænda á þessum tíma?
    Hve margir bændur hafa þessi verkefni með höndum og hversu háum fjárhæðum hefur verið varið til verkefnanna af hálfu ríkisins?
    Hversu mörg verkefni, unnin af ríkisstofnunum, hafa verið færð til garðyrkjubænda frá samþykkt þingsályktunarinnar?
    Mun ráðherra beita sér fyrir því að plöntuframleiðsla og sala Skógræktar ríkisins flytjist til garðyrkjubænda og annarra bænda? Ef svo er, með hvaða hætti verður staðið að slíkri framkvæmd?
    Áformar ráðherra að flytja önnur verkefni, unnin af ríkisstofnunum, til bænda? Ef svo er, hvaða verkefni eru það þá?
    Hver voru framlög 1992 til Landgræðslu og skógræktarverkefna í tengslum við búvörusamning?
    Til hvaða verkefna fóru þau og hverjir unnu þau verkefni?


Skriflegt svar óskast.