Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 401 . mál.


695. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um málaferli vegna kjarasamninga.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



    Hversu mörg mál voru rekin fyrir dómstólum (þar með töldum Félagsdómi) af hálfu ríkisins eða gegn ríkinu vegna kjarasamninga á árunum 1985–1992?
    Í hve mörgum tilvikum tapaði ríkið málum sem snerta kjarasamninga fyrir dómstólum, hvaða mál var um að ræða og á hvaða dómstigi féllu þeir dómar?
    Hversu mikið fé hefur ríkið orðið að greiða vegna dóma í kjarasamningamálum á tímabilinu 1985–1992,
         
    
    í málskostnað,
         
    
    til leiðréttingar launa?