Ferill 451. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 451 . mál.


781. Nefndarálit



um frv. til l. um bann við verkfalli og verkbanni á ms. Herjólfi.

Frá 1. minni hluta samgöngunefndar.



    Fyrsti minni hluti nefndarinnar telur að höggva þurfi á þann hnút sem myndast hefur í deilu stýrimannafélags Íslands við stjórn Herjólfs hf.
    Herjólfur er aðalsamgöngutæki Vestmannaeyinga og ekki við það unandi að sú þjónusta, sem hann veitir, liggi niðri vikum saman. Það er hins vegar skoðun fyrsta minni hlutans að ekki komi til greina að setja lög sem taka til annarra starfsmanna en þeirra sem hafa átt í verkfalli. Fyrsti minni hlutinn flytur þess vegna eftirfarandi
    

BREYTINGARTILLÖGU:



    Við 2. gr.
    Orðin „Skipstjórafélag Íslands“ og orðin „Vélstjórafélag Íslands, Brytafélag Íslands og Sjómannafélagið Jötunn“ í 1. mgr. falli brott.
    Í stað orðanna „skipverja á ms. Herjólfi“ í 1. mgr. komi: stýrimanna á ms. Herjólfi sem eru í verkfalli.
    Orðin „eftirtalinna stéttarfélaga: Skipstjórafélags Íslands“ og orðin „Vélstjórafélags Íslands, Brytafélags Íslands og Sjómannafélagsins Jötuns, Vestmannaeyjum“ falli brott.

    Fyrsti minni hlutinn telur að kalla hefði átt málsaðila til viðræðna við þingnefnd til að fá á því staðfestingu að ekki sé mögulegt að leysa málið án lagasetningar og heyra álit þeirra á meðferð málsins á Alþingi. Verði breytingartillögur fyrsta minni hlutans felldar mun undirritaður sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. mars 1993.



Jóhann Ársælsson.