Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 459 . mál.


795. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um framhaldsnám í listgreinum.

Frá Þórhildi Þorleifsdóttur.



    Hve margir stunda nú nám erlendis sem skilgreint er sem framhaldsnám í listgreinum (eftir greinum)?
    Hverjir leggja mat á, og hvernig, hvort um er að ræða nám erlendis sem alls ekki verður stundað á Íslandi?
    Hve margir sóttu um lán til Lánasjóðs íslenskra námsmanna til náms í listgreinum erlendis haustið 1992 en fengu ekki úthlutun og á hvaða forsendum var þeim hafnað? Hvernig skiptast þeir á greinar?
    Eru einhver úrræði fyrir hendi og þá hver fyrir þá sem ekki komast að hjá þeim sérskólum hér á landi þar sem fjöldatakmörkunum er beitt en óska eftir sem áður að stunda nám í við komandi greinum?


Skriflegt svar óskast.